Lögleiðing ólympískra hnefaleika

Fimmtudaginn 15. febrúar 2001, kl. 14:36:45 (4705)

2001-02-15 14:36:45# 126. lþ. 71.6 fundur 235. mál: #A lögleiðing ólympískra hnefaleika# frv., Flm. GunnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 126. lþ.

[14:36]

Flm. (Gunnar Birgisson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er ekki sammála því að þingmaðurinn sé alheill eftir þetta. En rauði þráðurinn í gagnrýni hv. þm. er heilsutjón og síðan siðræn rök. Hér talar forsjárhyggjumaður númer eitt á Íslandi. Hann er að ákveða fyrir landsmenn hvað þeir megi stunda, ekki ólympíska hnefaleika, nei.

Hvað kallar hann hinar íþróttirnar? Tae kwon do, sem er nú ólympíuíþrótt, eða karate, hann vill ekki svoleiðis, það eru ofbeldisíþróttir. Hv. þm. vill láta landsmenn stunda blak og knattspyrnu. Ég fór yfir það í ræðu minni í gær að í Bandaríkjunum var gerð viðamikil rannsókn í þessu máli og þá voru ólympískir hnefaleikar númer 71 í meiðslatíðni og meira að segja í knattspyrnu eru höfuðmeiðsli mun algengari en í ólympískum hnefaleikum. Hv. þm. verður að kynna sér aðeins þessi mál áður en hann lýsir yfir andstöðu út frá meiðslatíðni og heilsutjóni.