Lögleiðing ólympískra hnefaleika

Fimmtudaginn 15. febrúar 2001, kl. 14:56:58 (4709)

2001-02-15 14:56:58# 126. lþ. 71.6 fundur 235. mál: #A lögleiðing ólympískra hnefaleika# frv., KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 126. lþ.

[14:56]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég mótmæli því að hér sé verið að rugla saman áhugamannahnefaleikum og atvinnumannahnefaleikum. Hér er verið að halda því fram að ef áhugamannahnefaleikar verða leyfðir þá sé verið að ryðja brautina fyrir atvinnumannahnefaleika. Það er einnig verið að benda á þá staðreynd, sem er studd læknisfræðilegum rökum og vísindalegum rannsóknum, að höfuðáverkar í áhugamannaboxi eru sömu áverkar og áverkarnir í atvinnumannaboxinu, þ.e. heilaskaðinn er sá sami hvort heldur viðkomandi er með höfuðhlíf eða ekki með höfuðhlíf. Hér er því ekki verið að rugla neinu saman, herra forseti.