Lögleiðing ólympískra hnefaleika

Fimmtudaginn 15. febrúar 2001, kl. 15:59:14 (4731)

2001-02-15 15:59:14# 126. lþ. 71.6 fundur 235. mál: #A lögleiðing ólympískra hnefaleika# frv., KVM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 126. lþ.

[15:59]

Karl V. Matthíasson (andsvar):

Herra forseti. Ég var aðeins að segja frá gamalli og mjög áhrifaríkri minningu sem ég átti og auðvitað var þetta í atvinnumannaboxi. Mér finnst allt í lagi að draga þetta fram vegna þess að atvinnumannaboxið eða hnefaleikar og ólympískir hnefaleikar hafa í raun og veru svipað markmið. Hnefaleikar hvort sem þeir eru ólympískir eða ekki hafa sama tilgang, þ.e. að koma höggi á andstæðinginn. Það er næstum því verið að tala um eins og engin hætta sé á ferðum og þetta sé allt í lagi. Eðli íþróttarinnar, það er alveg sama hvað menn segja, byggist upp á því að andstæðingarnir eða þeir sem eru að kljást lemji hvor annan. Það er ekkert öðruvísi og það er alveg sama þó að menn setji á sig þykka og mikla hanska eða setji á sig hlífar þá er markmiðið það að koma höggi á andstæðinginn og helst í höfuðið. Það er ekkert öðruvísi. Þetta vildi ég segja.