Forvarnir

Miðvikudaginn 07. mars 2001, kl. 15:15:10 (5321)

2001-03-07 15:15:10# 126. lþ. 84.6 fundur 508. mál: #A forvarnir# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 126. lþ.

[15:15]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Ég þakka fyrir þessa fyrirspurn. Á þessum tíma er eins og fram hefur komið, gott að ræða þetta hér í rólegheitunum. Mér finnst vera mikill munur á því, herra forseti, hvort við erum að tala um að sameina áfengis- og vímuvarnaráð og tóbaksvarnanefnd í eitt forvarnaráð, eða hvort við erum að tala um að efla starf þessara nefnda með því að finna þeim samastað í forvarnastöð, þ.e. undir sama þaki.

Það er nú þannig að tóbakið er ekki forgangsverkefni þegar við erum að tala um vímu- og fíkniefnavarnir, það lendir fyrir aftan sterku, ólöglegu efnin, jafnvel fyrir aftan áfengið. Ég óttast því að ef þetta yrði allt sett í einn pakka þá yrði forgangsröðin áfram sú sama og að þessar 40 eyrnamerktu milljónir, sem nú fara í mjög víðfeðmar tóbaksvarnir, mundu ekki nýtast til tóbaksvarna.