Orð forsætisráðherra í utandagskrárumræðu

Mánudaginn 12. mars 2001, kl. 17:06:16 (5527)

2001-03-12 17:06:16# 126. lþ. 86.94 fundur 369#B orð forsætisráðherra í utandagskrárumræðu# (um fundarstjórn), Forseti GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 126. lþ.

[17:06]

Forseti (Guðjón Guðmundsson):

Forseti verður að kveða upp úr um það að hann hlustaði mjög grannt á þessar umræður og heyrði engin fúkyrði falla, hvorki hjá hv. þm. né hæstv. ráðherrum. Þessi umræða fór fram með hefðbundnum hætti. Málshefjandi á næstsíðustu ræðu og viðkomandi ráðherra þá síðustu og forseti getur auðvitað ekki lagt ráðherrum orð í munn, þeir haga málflutningi sínum eins og þeim sýnist.