Innflutningur hvalaafurða

Miðvikudaginn 14. mars 2001, kl. 13:56:10 (5701)

2001-03-14 13:56:10# 126. lþ. 89.1 fundur 421. mál: #A innflutningur hvalaafurða# fsp. (til munnl.) frá landbrh., landbrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 126. lþ.

[13:56]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson):

Hæstv. forseti. Nú eru fleiri sótraftar á sjó dregnir en ætla má þegar landbrh. stendur hér og svarar slíkri fyrirspurn. En ég þakka fyrirspurnina og get upplýst það að enginn hefur leitað eftir því við landbrn. að fá að flytja inn hvalaafurðir frá Noregi eftir að norsk stjórnvöld ákváðu útflutning frá sér.

Ég vil líka upplýsa það að landbrh. hefur engan sérstakan áhuga á því að flytja inn hvalkjöt. Við eigum mikið af góðu kjöti úr íslenskri náttúru, heilnæmt og gott. Hins vegar kann ég ekki að skýra frá því í ræðustól hvernig ég yrði að bregðast við ef einhver óskaði eftir því að fá að flytja inn slíka afurð hingað, en þá yrði auðvitað sest yfir það í landbrn. og málið skoðað vandlega.