Stofnun hlutafélags um Hitaveitu Suðurnesja

Fimmtudaginn 15. mars 2001, kl. 11:08:16 (5792)

2001-03-15 11:08:16# 126. lþ. 90.1 fundur 520. mál: #A stofnun hlutafélags um Hitaveitu Suðurnesja# frv. 10/2001, KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 126. lþ.

[11:08]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Örstutt. Ég held að það hafi komið mjög skýrt fram að hv. þm. vill greinilega koma í veg fyrir samkeppni hér á höfuðborgarsvæðinu. Hann sér fyrir sér einhverja óæskilega samkeppni milli Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að þessi tvö stóru, öflugu fyrirtæki keppi aðeins á þessum markaði. Það eru ekki svo margir aðrir möguleikar til í stöðunni. Ég fagna því þess vegna að þetta skuli koma fram hér. Ég vona að sjálfsögðu að hv. þm. styðji þetta og reikna með því að hann geri það í hjarta sínu. Mér hefur hins vegar fundist málflutningur hans benda til þess að hann vilji ekki flýta þessu máli. Það var það sem ég vildi að kæmi fram.