Þjóðhagsstofnun

Fimmtudaginn 29. mars 2001, kl. 10:44:35 (6142)

2001-03-29 10:44:35# 126. lþ. 102.91 fundur 436#B Þjóðhagsstofnun# (aths. um störf þingsins), SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 126. lþ.

[10:44]

Sigríður A. Þórðardóttir:

Herra forseti. Mér finnst ótrúlegt að heyra málflutning stjórnarandstöðunnar í dag þar sem hún gerir því skóna þegar forsrh. er spurður einfaldra spurninga sem hann svarar af heiðarleika og svarar beint, að það tengist gagnrýni af hans hálfu á framsetningu Þjóðhagsstofnunar í spá núna á dögunum. Það kom fram fyrir löngu síðan, fyrir ári á ársfundi Seðlabankans, að það kæmi til greina að leggja Þjóðhagsstofnun niður. Hæstv. forsrh. hefur svarað því hér í dag að það sé ekki þörf fyrir stofnunina lengur og fært fyrir því fullgild rök.