Fjárhagslegur aðskilnaður útgerðar og fiskvinnslu

Þriðjudaginn 03. apríl 2001, kl. 17:59:18 (6294)

2001-04-03 17:59:18# 126. lþ. 104.30 fundur 456. mál: #A fjárhagslegur aðskilnaður útgerðar og fiskvinnslu# þál., Flm. GAK
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 126. lþ.

[17:59]

Flm. (Guðjón A. Kristjánsson):

Herra forseti. Ég vil þakka undirtektir hv. þingmanna. Ég er sjálfur sannfærður um að ef staðið væri að málum eins og við höfum verið að ræða hér mundi íslenskt þjóðfélag hagnast um marga milljarða kr. á ári fyrir utan það að vonandi kæmist þá friður á milli manna í deilum. Ég er alveg sannfærður um að hér á landi mundi þróast miklu betri og eðlilegri viðskiptahættir.