Staða starfsnáms

Mánudaginn 23. apríl 2001, kl. 15:29:15 (6630)

2001-04-23 15:29:15# 126. lþ. 109.1 fundur 468#B staða starfsnáms# (óundirbúin fsp.), JB
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 126. lþ.

[15:29]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Ég ítreka að gert var ráð fyrir því að námskrár fyrir starfsnámsbrautir yrðu endurskoðaðar. Það er einmitt eitt af því sem bent er á í skýrslu Jóns Torfa Jónassonar og Kristjönu Höllu Blöndal hversu lítil nýbreytni og lítil nýsköpun hefur orðið í verknámi í framhaldsskólunum, af hvaða ástæðum sem það er. Ekki er nokkur vafi á því að óöryggi með rekstur á mörgum slíkum verknámsdeildum, einmitt vegna fjárskorts og óöryggi um aðsókn að þessum deildum, skapar eins konar vítahring fyrir þetta nám sem þarf að búa enn þá öruggari og markvissari skilyrði og veita því meiri bakstuðning en við búum við nú. Ég held að það sé alveg augljóst, herra forseti.