Kjaramál fiskimanna og fleira

Mánudaginn 14. maí 2001, kl. 19:00:56 (7733)

2001-05-14 19:00:56# 126. lþ. 122.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur, 126. lþ.

[19:00]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég er búinn að vera hér lengur en aðrir þingmenn og ég þekki æðimörg dæmi þess að mál hafa tekið breytingum í starfi þingsins. Ég tel það ekki nema sjálfsagðan hlut. Ég hef lengst af minni þingsetu verið óbreyttur þingmaður eða formaður í þingflokki og oftast nær í stjórnaraðstöðu vel að merkja. En ég átti í nefndum þátt í því að breyta fjöldamörgum stjfrv.

Þetta mál var ekki skoðað í félmrn. fyrr en í dag af eðlilegum ástæðum þar sem það var ekki ákveðið fyrr en á laugardag að frv. færi fram. Við vorum ekki með í undirbúningi málsins og á laugardaginn var ráðuneytið lokað og ég hafði ekki aðgang að starfsfólki þar.