Kjaramál fiskimanna og fleira

Miðvikudaginn 16. maí 2001, kl. 15:23:43 (7910)

2001-05-16 15:23:43# 126. lþ. 125.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, Frsm. minni hluta GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur, 126. lþ.

[15:23]

Frsm. minni hluta sjútvn. (Guðjón A. Kristjánsson) (andsvar):

Ekki finnst mér þetta skýra málið vegna þess að hér er frv. til umræðu. Hvers vegna? Það er lagt fram frv. vegna þess að verkbann LÍÚ stendur enn þá yfir. Er ráðherrann að segja að hann hafi það í hendi sinni ef Farmannasambandið hefði aflýst þá hefði LÍÚ aflétt verkbanni, á t.d. Sjómannafélag Eyjafjarðar, á Alþýðusamband Vestfjarða? Er það svo að ráðherrann hafi það alveg í hendi sinni að ráða því hvenær LÍÚ aflýsir verkbanni? Ekki er hægt að skilja annað á svörum ráðherrans.

Í greinargerð meiri hlutans kemur fram að vitnað er til þess að LÍÚ hefur ekkert breytt afstöðu sinni með verkbannið og heldur því. Hvað er þá um þessi ummæli að segja?