Kjaramál fiskimanna og fleira

Miðvikudaginn 16. maí 2001, kl. 17:45:26 (7935)

2001-05-16 17:45:26# 126. lþ. 125.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, KPál (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur, 126. lþ.

[17:45]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Ég hygg að allir séu sammála um að lög á sjómenn eru eitthvað sem enginn gerir með glöðu geði, allra síst þeir sem starfað hafa í því umhverfi áratugum saman. Ég hef þó ekki kynnst öðru af sjómönnum en þeir grípi til þeirra ráðstafana sem duga þegar stefnir í óefni. Þjóðarhagur og fjölskyldurnar í landinu þola ekki efnahagslegar kolldýfur um þessar mundir. Því er það í neyð að grípa verður til þess í deilunni nú sem gert er með þessum lögum og ég segi því já.