Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Fimmtudaginn 17. maí 2001, kl. 21:21:50 (8041)

2001-05-17 21:21:50# 126. lþ. 127.1 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv. 75/2001, 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv. 72/2001, ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 126. lþ.

[21:21]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Starfsmannafélag Símans var boðað á fund samgn. og engar athugasemdir voru gerðar við þá gesti sem voru boðaðir. Starfsmannafélag Símans var boðað og þarna mættu fulltrúar starfsmannafélagsins. Það kom alveg skýrt fram í máli þeirra að ekki hafi neitt verið rætt um að skilja grunnnetið frá, það hefði ekki komið til umræðu, það hafði ekki komið til tals að skilja grunnnetið frá öðrum þáttum við sölu Símans. Og hvað segir það manni? (Gripið fram í: Það var heldur ekki rætt við ...) Hvað segir það manni? Er ekki líklegt að 400--450 manns sem koma að starfsemi grunnnetsins hefðu þá á einhvern hátt vakið máls á þessu eða veitt því athygli að skilja ætti grunnnetið frá öðrum þáttum Símans?