Ummæli þingmanns í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra

Miðvikudaginn 04. október 2000, kl. 13:33:07 (27)

2000-10-04 13:33:07# 126. lþ. 3.98 fundur 20#B ummæli þingmanns í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra#, Forseti GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 126. lþ.

[13:33]

Forseti (Guðjón Guðmundsson):

Áður en umræður hefjast á fundinum vill forseti gera athugasemdir við ummæli sem féllu í umræðum um stefnuræðu forsrh. í gærkvöldi. Forseti telur að ummæli hv. 18. þm. Reykv., Sverris Hermannssonar, um formann Framsfl. og fjölskyldu hans, og raunar ummæli hans um fyrrv. þingmann Framsfl., séu á svig við ákvæði 89. gr. þingskapa. Forseti telur að í þessum orðum hafi falist brigslyrði sem óhjákvæmilegt er að gera athugasemdir við.