Þátttaka Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu

Fimmtudaginn 12. október 2000, kl. 12:37:29 (451)

2000-10-12 12:37:29# 126. lþ. 9.5 fundur 24. mál: #A þátttaka Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu# þál., KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 9. fundur, 126. lþ.

[12:37]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er ekki tilefni hér til að stæla við hv. þm. Guðjón Guðmundsson um tekjur af hvalaskoðun. Hitt er þó alveg ljóst að umræða af þessu tagi verður að fara fram í þeim nefndum sem koma til með að fjalla um málið. Það verður að skoða gaumgæfilega þá reynslu sem er komin af þessu hér við land. Það verður að skoða þá reynslu sem er af því hvernig hvalaskoðun og veiðar fara saman í Noregi. Ég hvet bara til þess, herra forseti, að slíkt verði gert afar vandlega í þeim nefndum sem koma til með að fjalla um málið.