Tekjustofnar sveitarfélaga

Fimmtudaginn 09. nóvember 2000, kl. 12:19:29 (1479)

2000-11-09 12:19:29# 126. lþ. 22.5 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 126. lþ.

[12:19]

Jón Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég veit ekki hvort ég get sungið hv. þm. í svefn en ég verð því miður að segja að ég hef ekki svör við þessu. Þessi mál voru ekki á okkar borði og e.t.v. kann hæstv. félmrh. svör við þeim spurningum vegna þess að þetta er í starfshópum sem starfa undir félmrn. og ég ætla ekki að svara fyrir það hvar þessi vinna er stödd.

En ég vil endurtaka að það stóð aldrei til að tillögur þessarar nefndar leystu öll sértæk vandamál í sveitarfélögum nema að því leyti til að það var tekin upp jöfnun vegna búseturöskunar. Það var almenn aðgerð. En að öðru leyti voru þessi sértæku mál sem eru erfið viðfangs, ég leyni því ekki og þurfa úrlausnar við, í vinnu sérstakrar nefndar á vegum félmrn.