Tekjuskattur og eignarskattur

Mánudaginn 13. nóvember 2000, kl. 18:12:48 (1648)

2000-11-13 18:12:48# 126. lþ. 23.5 fundur 196. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (skatthlutfall) frv., JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 126. lþ.

[18:12]

Jón Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst þessi ræða bæti nú lítið úr vegna þess að það er staðreynd að tillögurnar gera ráð fyrir jöfnun til sveitarfélaga úti á landsbyggðinni. Engar raddir hafa komið fram um að sú jöfnun sé óréttlát. Þvert á móti hafa sveitarstjórnarmenn úti á landsbyggðinni lagt mikla áherslu á að þessi 700 millj. kr. jöfnun verði áfram og er ákveðið að hún verði áfram í ár og næsta ár. Þetta er einmitt til að jafna aðstöðu þeirra sveitarfélaga sem hafa misst frá sér gjaldendur. Það er mergurinn málsins í þessu sambandi. Svo getum við rætt um allt hitt en það er bara þetta sem ég vildi láta koma fram í þessu andsvari.