Búsetuúrræði fyrir fatlaða

Miðvikudaginn 15. nóvember 2000, kl. 13:40:08 (1752)

2000-11-15 13:40:08# 126. lþ. 25.1 fundur 40. mál: #A búsetuúrræði fyrir fatlaða# fsp. (til munnl.) frá félmrh., félmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 126. lþ.

[13:40]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Mér þykja þetta undarlegar undirtektir. Sambýlið í Grindavík er tvímælalaust mjög góð lausn. Það er að vísu rétt að heimamenn koma að því verki og byggja þetta sambýli en það er mjög góð lausn. Ég vænti þess að þar komi skjólstæðingum til með að líða vel. Áætluninni hefur seinkað lítillega en sambýlin hafa verið tekin í notkun eða eru í byggingu. Það er ekki neitt skilyrði og var aldrei að það yrði framkvæmdasjóður sem byggði öll sambýlin enda hefur kostnaður við byggingu sambýlanna farið langt fram úr því sem menn gerðu ráð fyrir. Menn gerðu t.d. ekki ráð fyrir því að fermetrinn í sambýli, sem við höfum boðið út í Hafnarfirði, færi yfir 200 þús. kr. í kostnaði.

Við stöndum nálega við áætlunina og ég vænti þess að þegar fimm ár eru liðin verðum við fyllilega búin að klára þessa biðlista.