Fjárlög 2001

Mánudaginn 11. desember 2000, kl. 11:30:34 (3122)

2000-12-11 11:30:34# 126. lþ. 45.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, EMS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 126. lþ.

[11:30]

Einar Már Sigurðarson:

Herra forseti. Við lokaafgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2001 flytja þingmenn Samfylkingarinnar nokkrar tillögur, bæði tillögur um auknar tekjur ríkissjóðs og eins tillögur til sparnaðar og einnig nokkrar útgjaldatillögur. Það ber að líta á þessar tillögur sem eina heild. Verði þær allar samþykktar mun afgangur á ríkissjóði aukast um rúmlega 2,5 milljarða. Herra forseti. Ég segi já.