Úthald og öryggishlutverk landhelgisgæsluskipanna

Miðvikudaginn 13. desember 2000, kl. 16:22:11 (3323)

2000-12-13 16:22:11# 126. lþ. 48.7 fundur 346. mál: #A úthald og öryggishlutverk landhelgisgæsluskipanna# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., Fyrirspyrjandi GAK
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 126. lþ.

[16:22]

Fyrirspyrjandi (Guðjón A. Kristjánsson):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. dómsmrh. fyrir afar skýr svör við fyrirspurnum mínum. Ég get ekki séð annað á þeim blöðum sem hæstv. ráðherra fékk mér en að úthaldi skipanna á komandi vertíð sé nokkuð vel fyrir komið og a.m.k. eins gott úthald og hægt er að tryggja með tveimur skipum. Áhyggjur mínar af komandi vetrar- og loðnuvertíð að þessu leyti ættu að vera minni en ella. Mér sýnist að svarið gefi tilefni til þess að ætla að öryggishlutverkinu sé sinnt svo vel sem verða má og ég þakka skýr svör.