Ferill 32. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 32  —  32. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um skipun hæstaréttardómara.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvernig rökstyður ráðherra það að nýleg skipun í starf hæstaréttardómara sé ekki brot á jafnréttislögum?
     2.      Hvaða ástæður lágu til grundvallar ákvörðun um skipunina, með vísan í 4. mgr. 24. gr. jafnréttislaga?
     3.      Hafa ráðuneytið og undirstofnanir þess, og þá hvaða, sett sér jafnréttisáætlanir til að vinna eftir?
     4.      Hvernig hljóða ákvæði jafnréttisáætlunar ráðuneytisins að því er varðar jafnan hlut kvenna og karla á vinnumarkaði?
     5.      Hver er ástæða þess að auglýsing um umrætt starf hæstaréttardómara var ekki í samræmi við verkefnaáætlun ráðuneytisins sem kemur fram í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum, þess efnis að í auglýsingu um starf skuli koma fram hvatning um að konur jafnt sem karlar sæki um starfið?