Ferill 59. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 59  —  59. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um greiðslur vegna tjóna er urðu í jarðskjálftunum á Suðurlandi í sumar.

Frá Margréti Frímannsdóttur .



     1.      Í hve mörgum tilvikum varð altjón á húseignum í jarðskjálftunum á Suðurlandi 17. og 21. júní sl.?
     2.      Hverjar eru ákvarðaðar bótafjárhæðir viðlagatryggingar vegna
                  a.      íbúðarhúsnæðis,
                  b.      útihúsa,
                  c.      annarra eigna,
        sundurliðað eftir eignum og borið saman við brunabótamat og endurstofnverð viðkomandi eigna samkvæmt matsreglum Fasteignamats ríkisins?


Skriflegt svar óskast.