Ferill 143. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 143  —  143. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um endurskoðun á lögum um fjáröflun til vegagerðar og álögur á landflutninga.

Frá Árna Gunnarssyni.



     1.      Hvenær var skipuð sú nefnd sem meiri hluti efnahags- og viðskiptanefndar lagði til að ráðherra skipaði til að taka lögin um fjáröflun til vegagerðar til heildarendurskoðunar, sbr. þskj. 973, 223. mál á 125. löggjafarþingi? Hvað líður störfum nefndarinnar?
     2.      Hver er skýringin á því að áætlað er að tekjur af þungaskatti aukist á árinu 2001 þrátt fyrir að ekki hafi verið gert ráð fyrir auknum álögum á landflutninga við síðustu breytingu á lögum um fjáröflun til vegagerðar?
     3.      Mun ráðherra beita sér fyrir því að við endurskoðun á lögunum verði dregið úr áhrifum stórfelldra olíuverðshækkana á flutningskostnað með því að lækka álögur á landflutninga?


Skriflegt svar óskast.