Ferill 172. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 175  —  172. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um úrgang frá verksmiðjubúum.

Frá Árna Gunnarssyni.



     1.      Hversu mikið fellur til árlega af úrgangi frá verksmiðjubúum í svína- og kjúklingarækt?
     2.      Hefur úrgangur frá verksmiðjubúum að einhverju leyti verið nýttur til landgræðslu og eru áform um frekari nýtingu en nú er?
     3.      Með hvaða hætti er úrgangi sem ekki er unnt að nýta fargað?
     4.      Kemur til greina að setja reglur á grundvelli umhverfissjónarmiða sem takmarka stærð verksmiðjubúa?


Skriflegt svar óskast.