Ferill 184. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 193  —  184. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um málefni barna og unglinga í hópi nýbúa.

Frá Svanfríði Jónasdóttur.



     1.      Hverjir eru fimm stærstu málhóparnir á Íslandi nú, auk þess íslenska, og hve margir eru í hverjum þeirra?
     2.      Hve stór hluti þessara hópa eru börn og unglingar á grunn- eða framhaldsskólaaldri?
     3.      Í hvaða sveitarfélögum eiga þessi börn og unglingar heima?
     4.      Hvaða lögboðnu þjónustu eiga grunnskólanemendur í þessum hópi rétt á varðandi
                  a.      íslenskunám,
                  b.      móðurmálsnám,
                  c.      almenna aðlögun að því samfélagi sem þeir búa í?
     5.      Eru gerðar sömu kröfur til þessara nemenda á samræmdum íslenskuprófum og þeirra sem eiga íslensku að móðurmáli?
     6.      Hvaða lögboðnu þjónustu eiga framhaldsskólanemar í þessum hópi rétt á varðandi
                  a.      íslenskunám,
                  b.      móðurmálsnám,
                  c.      almenna aðlögun að því samfélagi sem þeir búa í?
     7.      Eru gerðar sömu inntökukröfur í framhaldsskólum til þessara nemenda og þeirra sem eiga íslensku að móðurmáli?
     8.      Eru gerðar sömu kröfur til þessara nemenda á íslenskuprófum í framhaldsskólum og þeirra sem eiga íslensku að móðurmáli?
     9.      Hvert er brottfall þessara nemenda úr framhaldsskólum samanborið við brottfall íslenskra nemenda?


Skriflegt svar óskast.