Ferill 188. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 197  —  188. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um fjölda afbrota og fjölgun lögreglumanna.

Frá Björgvini G. Sigurðssyni.



     1.      Hvað hefur afbrotum fækkað mikið undanfarin tvö ár, sbr. tilmæli ríkislögreglustjóra í bréfi til lögreglustjóra landsins 9. ágúst 1998 um 20% fækkun afbrota, sundurgreint eftir flokkum: umferðarlagabrot, fíkniefnalagabrot, skattsvik, morð, innbrot, þjófnaðir, rán, líkamsárásir, innherjasvik og eignaspjöll?
     2.      Hver er fjöldi afbrota í ofantöldum flokkum síðastliðin 30 ár, sundurgreint eftir árum?
     3.      Hver hefur fjölgun einkennisbúinna lögreglumanna við eftirlitsstörf orðið síðan 9. ágúst 1998, sbr. ábendingu ríkislögreglustjóra þess efnis?
     4.      Hvað hefur lögreglumönnum fjölgað mikið í allt undanfarin tvö ár?
     5.      Hver er fjölgun lögreglumanna í einstökum deildum lögreglunnar undanfarin tvö ár?
     6.      Til hvaða aðgerða hyggst ráðherra grípa til að ná fram frekari fækkun afbrota?


Skriflegt svar óskast.