Ferill 245. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 270  —  245. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um kostnað við ljósleiðaravæðingu landsins.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.



     1.      Hver er núverandi staða ljósleiðaratengingar í landinu, þ.e. til hvaða byggðarlaga og til hversu margra heimila og fyrirtækja nær ljósleiðarinn?
     2.      Hver yrði áætlaður kostnaður við ljósleiðaravæðingu landsins, þ.e. að tengja öll heimili og fyrirtæki landsins við ljósleiðara?
     3.      Hvað mundi kosta að tengja við ljósleiðara alla þéttbýlisstaði landsins með hundrað íbúa eða fleiri?
     4.      Hversu langan tíma tækju slíkar framkvæmdir í hvoru tilviki?
     5.      Telur ráðherra líklegt að þráðlaus sambönd eða önnur tækni til gagnaflutninga muni á næstu árum leysa ljósleiðara af hólmi eða geta komið í staðinn fyrir lagningu ljósleiðara?
     6.      Hefur samgönguráðuneytið mótað sérstaka stefnu um frekari uppbyggingu ljósleiðaranetsins og önnur atriði sem varða aðgang allra landsmanna, án tillits til búsetu, að nútímalegri gagnaflutninga- og fjarskiptaþjónustu?


Skriflegt svar óskast.