Ferill 291. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 322  —  291. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr. 25/1993, með síðari breytingum.

(Lagt fyrir Alþingi á 126. löggjafarþingi 2000–2001.)



1. gr.

    Í stað orðanna „viðauka 1“ í 2. mgr. 5. gr. laganna kemur: viðaukum 1A og 1B.

2. gr.

    Í stað orðanna „viðauka 1“ í 7. gr. laganna kemur: viðaukum 1A og 1B.

3. gr.

    Í stað orðanna „viðaukum 1 og 2“ í 1. málsl. 8. gr. laganna kemur: viðaukum 1A, 1B og 2.

4. gr.

    Í stað orðsins „dýrasjúkdómanefndar“ í 1. og 2. mgr. 12. gr. laganna kemur: yfirdýralæknis.

5. gr.

    Í stað orðanna „viðauka 1“ í 17. gr. laganna kemur: viðauka 1A.

6. gr.

    Í stað orðanna „viðauka 1“ í 18. gr. laganna kemur: viðauka 1A.

7. gr.

    Í stað orðsins „dýrasjúkdómanefndar“ í 19. gr. laganna kemur: yfirdýralæknis.

8. gr.

    Í stað orðsins „dýrasjúkdómanefndar“ í 1. og 2. mgr. 23. gr. laganna kemur: yfirdýralæknis.

9. gr.

    27. gr. laganna fellur brott.


Prentað upp.


10. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 28. gr. laganna:
     1.      Í stað orðanna „dýrasjúkdómanefndar“ og „svæðisnefnd“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: yfirdýralæknis, og: smitsjúkdómanefnd.
     2.      Í stað orðanna „Svæðisnefnd“ og „dýrasjúkdómanefnd“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: Yfirdýralæknir, og: smitsjúkdómanefnd.
     3.      2. mgr. fellur brott.

11. gr.

    Í stað viðauka 1 og 2 við lögin koma þrír nýir viðaukar, viðauki 1A, viðauki 1B og viðauki 2, svohljóðandi:

Viðauki 1A
(A-sjúkdómar).

TILKYNNINGARSKYLDIR SJÚKDÓMAR

Dýr almennt:
B052     Aujeszkys-veiki    Aujeszky´s disease – Pseudorabies – Herpesviridae
A090     Blátunga    Bluetongue – Reoviridae
A010     Gin- og klaufaveiki    Food and Mouth Disease – Picornaviridae
B352     Hérasótt    Tularemia – Francisella tularensis
B058     Hundaæði    Rabies – Rhabdoviridae
B051     Miltisbrandur    Anthrax – Bacillus anthracis
A020     Munnblöðrubólga    Vesicular stomatitis – Rhabdoviridae
A080     Rift Valley veiki    Rift Valley fever – Bunyaviridae
B103/B253    Smitandi fósturlát/Brúsellósa    Brucellosis – Brucella abortus/B. suis/B. melitensis

Hross:
A110    Afríkönsk hrossapest    African horse sickness – Reoviridae
B202    Dúrín    Dourine – Ondartet beskjelersyke – Trypanosoma equiperdum
B205     Smitandi blóðleysi    Equine infectious anemia (EIA) – Retroviridae
B209    Sníf    Glanders – Pseudomonas mallei

Nautgripir:
B105    Berklar    Tuberculosis – Mycobacterium bovis/tuberculosis
A070    Húðþrimlaveiki    Lumpy skin disease – Poxviridae
A060    Illkynja brjósthimnubólga    Contagious bovine pleuropneumonia – Mycoplasma mycoides mycoides
B115     Kúariða    Bovine spongiform encephalopati (BSE) – Prion
A040     Nautapest    Rinderpest – Kvegpest – Pestis bovum – Paramyxoviridae
B110     Smitandi barkabólga/fósturlát    IBR/IPV – Herpesviridae
B108     Smitandi hvítblæði    Enzootic bovine leucosis (EBL) – Retroviridae
    
Sauðfé og geitur:
I301     Bítlaveiki    Border disease – Hairy shaker disease – Flaviviridae
A100     Fjárbólusótt/geitabólusótt    Sheep pox and goat pox – Poxviridae
A050     Fjárpest    Peste des petits ruminants (PPR) – Paramyxoviridae
B156     Fósturlát í ám    Enzootic abortion of ewes (EAE) – Chlamydia psittaci
B155     Geitakregða    Contagious caprine pleuropneumonia – Mycoplasma F38
B154     Kregðujúgurbólga    Contagious agalactia – Mycoplasma ssp.
B161     Mæði (þurramæði)/Visna    Maedi/Visna – Retroviridae
B160     Riðuveiki    Scrapie – Prion
B159     Salmonella-fósturlát    Salmonellosis – Salmonella abortus ovis
B153     Smitandi liða- og heilabólga í geitum    Caprine arthritis and encephalitis (CAE) – Retroviridae
B157     Votamæði    Jaagsiekte – Ovine pulmonary adenomatosis – Retroviridae

Svín:
A120    Afríkönsk svínapest    African swine fever (ASF) – ASF-like virus
I401    Blöðruþot í svínum    Vesicular exanthema of swine (VES) – Caliciviridae
A140    Illkynja grísalömun    Teschen disease – Picornaviridae
B254    Smitandi maga- og garnabólga    Transmissible gastroenteritis (TGE) – Coronaviridae
A030    Svínafár    Swine vesicular disease (SVD) – Picornaviridae
A130    Svínapest    Classical swine fever – Hog cholera – Flaviviridae

Hundar, kettir, loðdýr og kanínur:
B353     Lifrardrep    Rabbit haemorrhagic disease (VHD) – Parvoviridae
I501     Maurakláði    Sarcoptes mange – Sarcoptes spp.
I502     Plasmacytósa    Plasmacytosis – Aleutian disease – Parvoviridae
I503     Refafár/Minkafár    Distemper – Paramyxoviridae
I504     Sullaveikifár    Echinococcosis – Echinococcus multilocularis

Alifuglar:
A150    Hænsnapest    Avian influenza (AI) – Fowl plague – Orthomyxoviridae
B313     Hænsnatyfus    Fowl typhoid – Salmonella gallinarum
B308     Kjúklingasótt    Pullorum disease – Salmonella pullorum
I601     Nef- og barkabólga    Avian rhinotracheitis (ART) – Pneumoviridae
A160     Newcastle-veiki    Newcastle Disease (ND) – Paramyxoviridae
B302     Smitandi kverka- og barkabólga    Infectious laryngotracheitis (ILT) – Herpesviridae
B305     Veirugarnabólga í öndum    Duck virus enteritis (DVE) – Herpesviridae
B304     Veirulifrarbólga í öndum    Duck virus hepatitis (DVH) – Picornaviridae

Eldisfiskar:
B413     EHN-veiki    Epizootic haematopoietic necrosis – Iridoviridae
B415     Herpesveiki/OMV-veiki     Herpesvirus salmonis/H. scophthalmi Oncorhynchus masou virus disease
B405     IHN-veiki    Infectious haematopoietic necrosis – Rhabdoviridae
I701     IPN-veiki    Infectious pancreas necrosis – Birnaviridae
I702     ISA-veiki    Infectious salmon anemia – Orthomyxoviridae
I703     Roðflyðrusýki    Gyrodactylosis – Gyrodactylus salaris
B404     SVC-veiki    Spring viraemia of carp – Rhabdoviridae
B401     VHS-veiki    Viral haemorrhagic septicaemia – Rhabdoviridae
I704     VNN-veiki    Viral nervous necrosis – Nodaviridae

Skeldýr:
B434     Marteilíuveiki    Marteiliosis – Marteilia refringens/M. sydneyi
B436     Mykrocytosveiki    Mikrocytosis – Mykrocytos mackini/M. roughleyi
B431     Ostruveiki    Bonamiosis – Bonamia ostreae/B. sp.
B433     Perkinsusveiki    Perkinsosis – Perkinsus marinus/P. olseni
B432     Sumarveiki í ostrum    Haplosporidiosis – Haplosporidium costale/H. nelsoni
I801     Velarveiki    Oyster velar virus disease – Iridoviridae

Krabbadýr:
I901     Humarveiki    Gaffkemi – Aerococcous viridans
I902     Krabbapest    Crayfish plague – Aphanomyces astaci


Viðauki 1B
(B-sjúkdómar).

TILKYNNINGARSKYLDIR SJÚKDÓMAR

Dýr almennt:
I001     Blóðsviti     Parafilariosis – Parafilaria spp.
C702     Fótrot     Footrot – Fusobacterium necrophorum
B059     Garnaveiki     Paratuberculosis – Mycobacterium avium paratuberculosis
I002     Hringskyrfi     Ringworm – Microsporum spp./Trichophyton spp.
B107     Hrýfi     Dermatophilosis – Dermatophilus congolensis
B056     Leptóspírósa/Gulusótt     Leptospirosis – Leptospira spp.
I003     Neosporosis     Nesosporosis – Neospora caninum
B057     Q-hitasótt     Q-fever – Coxiella burnetii
C619/C855     Salmonellasýkingar    Intestinal salmonella infections – Salmonella spp. (Other than Salmonella gallinarum/S. pullorum)
B104     Smitandi fósturlát    Bovine genital campylobacteriosis – Campylobacter fetus fetus
B053     Sullaveiki     Echinococcosis – Hydatidosis – Echinococcus granulosus
B255     Tríkínuveiki     Trichinosis – Trichinella spiralis

Hross:
B206     Hestainflúensa     Equine influenza – Orthomyxoviridae
B210     Hrossabóla     Horse pox – Poxviridae
B213     Hrossakláði     Sarcoptic mange – Sarcoptes scabiei var equi
C753     Kverkeitlabólga     Strangles – Streptococcus equi equi
B208     Smitandi háls- og lungnakvef     Equine viral rhinopneumonitis/Equine abortion virus
         (EHV-1/EHV-4) – Herpesviridae
B204     Smitandi heilabólga     Eastern & Western equine encephalomyelitis – Alphaviridae
B201     Smitandi legbólga     Contagious equine metritis (CEM) – Taylorella equigenitalis
B211     Smitandi slagæðabólga     Equine viral artheritis (EVA) – Arteriviridae
B203     Smitandi sogæðabólga     Epizootic lymhangitis – Histoplasma farciminosum
B216     Venezuela heilabólga     Equine Venezuelan encephalomyelitis – Alphaviridae

Nautgripir:
B112     Fósturlát í kúm     Trichomonosis – Trichomonas foetus
B114     Illkynja slímhúðarbólga     Malignant catarrhal fever (AHV-1) – Herpesviridae
C652     Smitandi slímhúðarpest    Bovine viral diarrhea/Mucosal disease (MD/BVD) – Flaviviridae
I201     Smitandi öndunarfærabólga    Bovine respiratory syncytial virus (BRSV) – Paramyxoviridae
I202     Veiruskita     Viral diarrhea – Coronaviridae
B106     Vöðvasullur     Bovine cysticercosis – Taenia saginata

Sauðfé og geitur:
I302     Fellilús     Sheep biting louse – Damalinia ovis
I303     Fjárkláði     Sheep scab – Psoroptes ovis
C706     Fótakláði     Sheep mange – Chorioptes ovis
I304     Færilús     Sheep keds – Melophagus ovinus
B151     Lyppudrep     Ovine epididymitis – Brucella ovis
I305     Vöðvasullur     Ovine cysticercosis – Taenia ovis

Svín:
I402     Illkynja lungnabólga     Pleuropneumonia – Actinobacillus pleuropneumonia
B257     PRRS-veiki     Porcine respiratory and reproductive syndrome (PRRS)
I403     Smitandi veiruskita     Porcine epidemic diarrhea (PED) – Coronaviridae
B252     Svínabandormur     Porcine cysticercosis – Taenia solium
I404     Svínainflúensa     Swine influenza – Hog flue – Orthomyxoviridae
B256     Ælu- og vanþrifarpest     Vomiting & wasting disease – Hemagglutinating
         encephalomyelitis virus (HEV) – Coronaviridae

Hundar, kettir og loðdýr:
I505     Hundafár     Canine distemper – Paramyxoviridae
B501     Leishmaníu-veiki     Canine leishmaniosis – Leishmania spp.
I506     Lungnafár í mink     Hemorrhagic pneumonia – Pseudomonas aeruginosa
I507     Refavanki     Nosematosis – Encephalitozoon cuniculi
I508     Veiruskita í mink     Mink viral enteritis – Parvoviridae

Alifuglar:
B303     Fuglaberklar     Avian tuberculosis – Mycobacterium avium
B307     Fuglabólusótt     Fowl pox – Poxviridae
B306     Fuglakólera     Fowl cholera – Pasteurella multocida
B311     Fuglakregða     Avian mycoplasmosis – M. gallisepticum/M. meleagridis
B309     Gumboroveiki    Gumboro disease – Infectious bursal disease (IBD) – Birnaviridae
B310     Hænsnalömun     Marek s disease – Herpesviridae
C853     Mænubólga     Avian encephalomyelitis (AE) – Picornaviridae
I602     Paramyxóveiru-sýkingar    Avian paramyxovirus (other than Newcastle disease) – Paramyxoviridae
B312     Páfagaukaveiki    Avian chlamydiosis – Psittacosis – Ornithosis – Chlamydia psittaci – (annað en fósturlát í ám)
B301     Smitandi berkjubólga     Infectious bronchitis (IB) – Coronaviridae
I603     Varpröskun     Egg drop syndrome (EDS) – Adenoviridae

Eldisfiskar:
I705     Blóðfrumuveirusótt     Erythrocitic inclusion body syndrome (EIBS) – Togaviridae
I706     Hindberjaveiki     Proliferative kidney disease (PKD)
I707     Hitraveiki     Coldwater vibriosis – Vibrio salmonicida
I708     Hvirfilveiki     Whirling disease – Myxobolus cerebralis
I709     Kýlaveiki     Furunculosis – Aeromonas salm. spp. salmonicida
I710     Kýlaveikibróðir     Ulcer disease – Aeromonas salm. spp. achromogenes
I711     Laxalús/Fiskilús     Salmon louse infection – Lepeophtheirus salmonis
         Marine louse infection – Caligus elongatus
I712     Nýrnaveiki    Bacterial kydney disease (BKD) – Renibacterium salmoninarum
I713     PD-veiki/Brisveiki     Pancreas disease (PD) – Togaviridae
I714     Piskirikketsíuveiki     Piscirickettsiosis – Piscirickettsia salmonis
I715     Rauðmunnaveiki     Enteric red mouth (ERM) – Yersiniosis – Yersinia ruckeri     
I716     Spírónúkleusveiki     Systemic spironucleosis – Spironucleus barkhanus
I717     Sundmagasótt     Swimbladder nematode of eel – Anguillicola crassus

Skeldýr:
I802     Sæeyrnaskelormur     Sabellid polychaete – Terebrasabella heterouncinata

Krabbadýr:
I903     Postulínsveiki     Porselenssyke – Thelohania contejeani
I904     Sveppablettaveiki     Brannflekksyke – Ramularia astaci

Býflugur:
B453     Evrópsk býflugnapest     European foulbrood – Streptococcus pluton
B452     Illkynja býflugnapest     American foulbrood – Bacillus larvae
B451     Loftsekkjaveiki     Acariosis of bees – Acarapis woodii
B454     Þarmaveiki     Nosemosis of bees – Nosema apis
B455     Varróaveiki     Varroosis – Varroa jakobsonii


Viðauki 2
(C-sjúkdómar) .

SKRÁNINGARSKYLDIR SJÚKDÓMAR

Dýr almennt:
C612     Bogfrymlasótt     Toxoplasmosis – Toxoplasma gondii
I003     Bólusótt     Pox disease – Poxviridae
C615     Bótulismi     Botulism – Clostridium botulinum
C616     Clostridía-sýkingar    Clostridiosis – Clostridium ssp. (Other than Clostridium chauvoei, Cl. perfringens type C og Cl. botulinum)
C620     Hníslasótt     Coccidiosis – Eimeria spp./ Isospora spp.
C611     Hvanneyrarveiki     Listeriosis – Listeria monocytogenes
C613     Ígerðarsótt     Melioidosis – Burkholderia pseudomallei
C618     Kjálkabris     Actinomycosis – Actinomyces ssp.
C705/C752    Kýlapest    Caseous lymphadenitis – Ulcerative lymphangitis – Actinobacillus lignieresii/Corynebacterium pseudotuberculosis
I004     Lungnadrep     Pasteurellosis – Pasteurella multocida/P. haemolytica
C617     Lungnapest     Other pasteurellosis – Pasteurella ssp. (Other than
          Pasteurella multocida)
C614     Pestbjúgur     Blackleg – Clostridium chauvoei
C621     Ögðuveiki     Liver fluke disease – Distomatosis – Fascicola hepatica

Hross:
I101     Herpeskvef     Equine herpesvirus 2 (EHV-2) – Herpesviridae
C751     Herpesútbrot     Equine coital exhanthema (EHV-3) – Herpesviridae
I102     Húðsveppur      Trichophyton equinum/T. mentagrophytes

Sauðfé og geitur:
C701     Smitandi munnangur     Orf – Contagious echtyma (CE) – Poxviridae
I306     Tannlos     Broken mouth

Svín:
I405     Bjúgveiki     Edema disease – E. coli O138/O139/O140/O141
I406     Blóðskita     Swine dysentery – Brachyspira hyodysenteriae
I407     Garnadrep     Necrotic enteritis – Clostridium perfringens type C
I408     Gothiti     Mastitis-metritis-agalactia syndrome (MMA)
C801     Rauðsýki     Swine erysipelas – Erysipelothrix rhusiopathiae
I409     Smitandi fósturdauði     Porcine parvovirus (PPV) – Parvoviridae
B251     Snúðtrýni     Atrophic rhinitis of swine – Pasteurella multocida tox +
I410     Svínakláði     Sarcoptes mange – Sarcoptes scabiei var. suis
I411     Svínakregða     Endemic pneumonia (EP) – Mycoplasma pneumonia
I412     Þarmabólga    Porcine intestinal adenomatosis (PIA) – Lawsonia intracellularis

Hundar, kettir og loðdýr:
I509     Eyrnamaur     Ear mites – Otodectes cynotis
I510     Kattafár     Feline leukemia virus – Retroviridae
I511     Kattamaur     Cheyletiellosis – Cheyletiella parasitovorax
I512     Smáveirusótt     Canine parvovirus – Parvoviridae
I513     Smitandi heila- og lifrarbólga     Hepatitis contagiosa canis (HCC)/Fox encephalitis –
         (CAV-1) – Adenoviridae

Alifuglar:
I604     Blávængjaveiki     Chicken infectious anemia (CIA) – Parvoviridae
C856     Hvítblæði     Avian leucosis – Retroviridae
I605     Fuglakregða    Avian mycoplasmosis – (Other than M. gallisepticum and M. meleagridis)

Eldisfiskar:
I718     Fiskaberklar     Mycobacteriosis – Mycobacterium marinum
I719     Klamydíuveiki     Epitheliocystis – Chlamydia spp.
I720     Roðdrep í klaklaxi     Ulcerative dermatic necrosis (UDN)
I721     VEN-veiki     Viral erythrocytic necrosis – Iridoviridae
I722     Vetrarsár     Winter ulcers – Moritella viscosa
I723     Víbríuveiki     Vibriosis – Vibrio anguillarum
I724     Vörtuveiki     Papillomatosis – Herpesviridae

12. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Með frumvarpinu er annars vegar verið að gera breytingu sem felst í því að breyta núgildandi sjúkdómaskrá í þá átt að aðlaga hana alþjóðlegum stöðlum, hins vegar er verið að fella niður dýrasjúkdómanefnd sem aldrei hefur verið skipuð og færa skyldur hennar að nokkru yfir til yfirdýralæknis og að nokkru yfir til dýralæknaráðs sem skipað er af landbúnaðarráðherra skv. 4. gr. laga nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr.
    Nauðsynlegt er að núgildandi sjúkdómaskrá verði aðlöguð alþjóðlegum stöðlum. Leitast er við að samræma listann í takt við reglur Alþjóðadýrasjúkdómastofnunarinnar í París (OIE), en hingað til hefur þess ekki verið gætt. Ísland hefur í áratugi verið eitt af aðildarríkjum OIE og hefur því ákveðnum skyldum að gegna í sambandi við skráningar og tilkynningar dýrasjúkdóma sem vart verður hér á landi. Þessi breyting greiðir fyrir allri skráningarvinnu um leið og hún einfaldar öll samskipti við erlend ríki á sviði dýraheilbrigðis. Áherslur hafa breyst hvað varðar viðbrögð við einstaka sjúkdómum og nýir sjúkdómar jafnvel gert vart við sig sem ekki eru taldir upp í sjúkdómaskránni frá 1993. Þá er tækifærið notað til leiðréttinga á ákveðnum villum í gömlu skránni.
    Til þess að hægt sé að aðlaga íslenska sjúkdómaskráningu að leikreglum OIE er lagt til að ákveðnir sjúkdómakóðar fylgi öllum sjúkdómaheitum. Kóðar þessir eru þannig upp byggðir að með sjúkdómabókstafnum, þ.e. A, B eða C fylgir þriggja stafa talnaruna, til dæmis A010 sem er gin- og klaufaveiki, B059 sem er garnaveiki og C615 sem er bótulismi. Í nokkrum tilvikum er kóðinn án bókstafs, en það eru sjúkdómar sem ekki finnast á lista OIE. Þá er gefinn innlendur kóði svo auðvelda megi tölvufærslu og skilvirkni, til dæmis má taka I013 sem stendur fyrir fjárkláða. Hér er bókstafnum I (fyrir Ísland) bætt fyrir framan þriggja stafa talnarunu.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.

Um 1.–3. gr.

    Hér eru gerðar breytingar til samræmis við breytingar á 11. gr.

Um 4. gr.

    Hér er lagt til að í stað dýrasjúkdómanefndar komi yfirdýralæknir. Er þetta gert til einföldunar og til samræmingar við breytingu sem lögð er til í 8. gr. frumvarpsins.

Um 5.–6. gr.

    Hér eru gerðar breytingar til samræmis við breytingar á 11. gr.

Um 7.–8. gr.

    Lagt er til að í stað dýrasjúkdómanefndar komi yfirdýralæknir. Er þetta gert til samræmingar við þær breytingar sem lagðar eru til í 8. og 9. gr. frumvarpsins.

Um 9. gr.

    Lagt er til að þessi grein verði felld brott. Ekki er lengur talin þörf á ákvæðum um skipun slíkrar nefndar. Með lögum nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr er í 4. gr. kveðið á um að landbúnaðarráðherra skipi sérstakt dýralæknaráð sem sé yfirdýralækni til ráðuneytis. Það skal skipað fjórum dýralæknum og skal einn tilnefndur af Bændasamtökum Íslands, annar af stjórn Dýralæknafélags Íslands, þriðji af stjórn Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og sá fjórði án tilnefningar, sem jafnframt skal vera formaður ráðsins. Ekki verður annað séð en dýralæknaráð geti fyllilega komið í staðinn fyrir ákvæði laga um dýrasjúkdómanefnd sem enn hefur ekki komið saman.

Um 10. gr.

    Hér er enn lagt til að yfirdýralæknir taki á sig skyldur dýrasjúkdómanefndar. En í stað heitis nefndarinnar, þ.e. svæðisnefnd í 1. málsl. 1. mgr. 28. gr. laganna, komi smitsjúkdómanefnd. Lagt er til að 2. málsl. 1. mgr. 28. gr. laganna breytist þannig að yfirdýralæknir hafi ásamt smitsjúkdómanefnd forgöngu um framkvæmd niðurskurðar, endurnýjun bústofns, hreinsun búfjár af svæðinu og nauðsynlega sótthreinsun. Þessi breyting er einnig gerð til samræmis við fyrirhugaða breytingu á 27. gr. laganna.
    Lagt er til að 2. mgr. 28. gr. laganna falli brott þar sem hún þykir ekki lengur eiga við.

Um 11. gr.

    Lagt er til að tilkynningarskyldum sjúkdómum verði hér eftir skipt í tvo flokka: viðauka 1A og viðauka 1B í stað viðauka 1 áður. Tilgangur þessarar skiptingar er að greina betur á milli mjög alvarlegra smitsjúkdóma (A-sjúkdóma), sem krefjast skilyrðislaust niðurskurðar, og annarra smitsjúkdóma (B-sjúkdóma) sem krefjast annars konar viðbragða eftir aðstæðum. Í stuttu máli skal viðbrögðum háttað sem hér segir:

Flokkun sjúkdóma:      Viðbrögð sjúkdómayfirvalda:
Viðauki 1A (A-sjúkdómar)    Niðurskurður og bætur úr ríkissjóði.
Viðauki 1B (B-sjúkdómar)    Önnur viðbrögð (einangrun, bólusetning, lyfjameðferð o.s.frv.).
Viðauki 2 (C-sjúkdómar)    Engin sérstök viðbrögð, einungis skráning.

    Í endurskoðaðri sjúkdómaskrá eru samtals 11 smitsjúkdómar færðir úr flokki A-sjúkdóma (viðauki 1) yfir í flokk B-sjúkdóma. Með tilkomu bættra baráttuaðferða (svo sem nýrra bóluefna og annarra lyfja) er nú hægt að bregðast öðruvísi við ýmsum sjúkdómum en áður fyrr. Þeir sjúkdómar sem hér er átt við eru eftirfarandi:
     1.      Fjárkláði (sauðfé)
     2.      Fuglaberklar (alifuglar)
     3.      Fuglakólera (alifuglar)
     4.      Kverkeitlabólga (hross)
     5.      Hringskyrfi (dýr almennt)
     6.      Hrossakláði (hross)
     7.      Leptóspírósa/Gulusótt (dýr almennt)
     8.      PRRS-veiki (svín)
     9.      Smitandi legbólga (hross)
     10.      Smitandi slímhúðarpest (nautgripir)
     11.      Smitandi veiruskita (loðdýr)
    Þá eru eftirfarandi nýir sjúkdómar teknir með í skrá yfir A-sjúkdóma, samkvæmt alþjóðlegum leikreglum og sérstöðu okkar á sviði smitsjúkdóma í dýrum:
     1.      Geitabólusótt (geitur)
     2.      Fjárpest (sauðfé og geitur)
     3.      Geitakregða (geitur)
     4.      Kregðujúgurbólga (sauðfé og geitur)
     5.      Salmonella-fósturlát (sauðfé)
     6.      Smitandi liða- og heilabólga (geitur)
     7.      Votamæði (sauðfé og geitur)
     8.      Lifrardrep (kanínur)
     9.      Maurakláði (loðdýr)
     10.      Plasmacytósa (aliminkur)
     11.      Refafár/minkafár (loðdýr)
     12.      Sullaveikifár (hundar, kettir, refir, mannfólk)
     13.      Nef- og barkabólga (alifuglar)
     14.      Veirugarnabólga (aliendur)
     15.      Veirulifrarbólga (aliendur)
     16.      EHN-veiki (eldisfiskar)
     17.      Herpesveiki/OMV-veiki (eldisfiskar)
     18.      ISA-veiki (eldisfiskar)
     19.      Roðflyðrusýki (eldisfiskar)
     20.      SVC-veiki (eldisfiskar)
     21.      VNN-veiki (eldisfiskar)
     22.      Marteilíuveiki (skeldýr)
     23.      Mykrocytosveiki (skeldýr)
     24.      Ostruveiki (skeldýr)
     25.      Perkinsusveiki (skeldýr)
     26.      Sumarveiki í ostrum (skeldýr)
     27.      Velarveiki (skeldýr)
     28.      Humarveiki (krabbadýr)
     29.      Krabbapest (krabbadýr)

    Eins og glögglega sést eru hér teknir fjölmargir nýir smitsjúkdómar sem tilheyra óhefðbundnum búpeningi í íslenskum landbúnaði (svo sem geitum, kanínum, aliendum, skeldýrum og krabbadýrum). Þessar leiðréttingar teljast mikilvægar svo samræma megi íslenska sjúkdómaskráningu við þá alþjóðlegu. Nær allir þessir smitsjúkdómar eru afar sjaldgæfir en þá ber að varast og taka tillit til þeirra, ekki síst með auknum þrýstingi á óheft viðskipti með afurðir og lifandi dýr. Sama gildir um viðauka 1B (B-sjúkdómar). Þar er kominn fjöldinn allur af smitsjúkdómum sem ekki hafa áður verið á lista íslenskra sjúkdómayfirvalda. Um þessa breytingu gilda sömu rök og rakin eru hér að framan.
    Viðauki 2 (C-sjúkdómar) hefur einnig verið tekinn til ítarlegrar endurskoðunar. Hann nær nú yfir alla skráningarskylda sjúkdóma að kröfu OIE, en auk þess finnast þar smitsjúkdómar sem talið er mikilvægt að fylgst sé með hvað varðar dreifingu og útbreiðslu hér innan lands.
    

Um 12. gr.

    Greinin þarfnast ekki skýringar.



Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um dýrasjúkdóma
og varnir gegn þeim, nr. 25/1993, með síðari breytingum.

    Tilgangur frumvarpsins er aðlögun gildandi sjúkdómaskrár að alþjóðlegum stöðlum, en einnig er heimild til skipunar sjúkdómanefndar felld niður og stjórnsýslulegt umboð hennar fært til yfirdýralæknis og dýralækna.
    Verði frumvarpið óbreytt að lögum verður ekki séð að það hafi kostnað í för með sér fyrir ríkissjóð.