Ferill 298. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 336  —  298. mál.




Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 46/1991, um búfjárhald, forðagæslu o.fl.

Flm.: Steingrímur J. Sigfússon, Guðjón A. Kristjánsson, Jónína Bjartmarz,


Sigríður Jóhannesdóttir, Vilhjálmur Egilsson.


1. gr.

    Við 5. gr. laganna bætist ný málsgrein er orðast svo:
    Eigendum stórgripa, þ.e. nautgripa og hrossa, er skylt að hafa gripi sína í vörslu allt árið og sjá til þess að þeir gangi ekki lausir á þjóðvegum eða við þá. Ákvæði þetta skal þó ekki hindra hagagöngu stórgripa utan girðinga þar sem tryggt þykir að af því hljótist engin hætta fyrir umferð, svo sem í heimalöndum eða afréttum sem liggja hvergi að alfaraleiðum. Viðkomandi sveitarstjórn eða sveitarstjórnir skulu setja í samþykktir sínar um búfjárhald, sbr. 3.–4. gr., nauðsynleg ákvæði í þessu sambandi að höfðu samráði við lögreglustjóra. Engin slík ákvæði sem heimila hagagöngu stórgripa utan girðinga, sbr. 2. málsl. þessarar málsgreinar, öðlast þó gildi nema landbúnaðarráðherra staðfesti þau.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. september 2002.

Greinargerð.


    Frumvarp þetta hefur verið flutt þrívegis áður en aldrei orðið útrætt. Því miður hefur sá vandi sem því er ætlað að leysa, þ.e. umferðaróhöpp og slys sem tengjast lausagöngu stórgripa, síst minnkað heldur hefur þeim fjölgað mjög á síðustu tveimur árum. Til marks um það er ný samantekt Huga Hreiðarssonar á umferðaróhöppum sem tengjast búfé en hún er hér birt í fylgiskjali I.
    Tíðni alvarlegra umferðaróhappa og slysa, sem rekja má til lausagöngu stórgripa á þjóðvegum og við þá víða um landið, er alvarlegt áhyggjuefni. Á árinu 1989 starfaði nefnd að því að kanna til hvaða ráðstafana væri unnt að grípa í því skyni að minnka lausagöngu búfjár á þjóðvegum og gera tillögur til úrbóta. Nefndin var m.a. skipuð fulltrúum frá Vegagerðinni, Búnaðarfélagi og Umferðarráði, auk þess sem í henni sat einn bóndi, landgræðslustjóri og deildarstjóri umhverfisdeildar landbúnaðarráðuneytisins.
    Ein meginniðurstaða nefndarinnar var að leggja til að lausaganga stórgripa yrði endanlega aflögð. Einn nefndarmanna hafði þó fyrirvara á um þá tillögu, sbr. skýrslu nefndarinnar sem birt er sem fskj. III með frumvarpi þessu.
    Þessi tillaga nefndarinnar náði ekki fram að ganga í sinni upphaflegu mynd heldur varð niðurstaðan sú með setningu nýrra laga um búfjárhald vorið 1991 að gefa sveitarstjórnum afdráttarlausar heimildir til að fyrirskipa vörslu á sínu svæði. Þótt fjölmargar sveitarstjórnir hafi brugðist við í framhaldi af setningu laganna vorið 1991, sbr. fskj. II, tíðkast lausaganga stórgripa enn á nokkrum svæðum við meiri háttar umferðaræðar og bólar ekki á aðgerðum af hálfu viðkomandi sveitarstjórna. Þetta ástand er, eins og dæmin sanna, með öllu óviðunandi og því þykir flutningsmönnum tímabært að taka af skarið svo að ein lög gildi um þessi efni á landinu öllu.
    Í áðurnefndri skýrslu færa nefndarmenn m.a. fram eftirfarandi rök fyrir þeirri tillögu sinni að banna lausagöngu stórgripa:
    „Hrossum landsmanna hefur fjölgað á undanförnum árum. Víða eru þau í vörslu allt árið og mikið hefur dregið úr hrossabeit á afréttum. Töluvert er samt um að hross séu í lausagöngu í heimahögum og eiga þá oft greiðan aðgang að þjóðvegum.
    Staðfestar skýrslur sýna að alvarlegustu umferðarslysin, þar sem búfé á hlut að máli, eru árekstrar ökutækja og hrossa.
    Í skýrslum frá lögreglustjóraembættum er getið um 130 umferðarslys á árunum 1986– 1988, þar sem ekið hefur verið á hross og lögregla kölluð á vettvang. Óhætt er að fullyrða að töluvert fleiri óhöpp hafi orðið þar sem lögreglan er ekki alltaf kölluð á staðinn og skýrslur því ekki gerðar.
    Slys hafa orðið á mönnum, ökutæki stórskemmst eða eyðilagst og gripir drepist.
    Bótakröfur eru miklar og í flestum tilvikum eru bifreiðaeigendur gerðir ábyrgir.
    Hvað nautgripi varðar eru þeir nær undantekningarlaust í vörslu allt árið og slys af þeirra völdum eru mjög sjaldgæf. Nefndin telur hins vegar að með tilliti til búskaparhátta sé eðlilegt að um þá gildi sömu reglur og um hross.
    Mun auðveldara og ódýrara er að girða griphelda girðingu fyrir hross og nautgripi en fyrir sauðfé.
    Með hliðsjón af ofangreindu leggur nefndin til að eigendum eða umráðamönnum nautgripa og hrossa verði gert skylt að hafa gripina í vörslu allt árið, þ.e. að koma í veg fyrir lausagöngu þeirra.“
    Enn fremur segir í skýrslunni um þetta:
    „Fjölmargar sveitarstjórnir hafa notfært sér framangreindar heimildir [heimildir laga til að takmarka búfjárhald, áður búfjárræktarlög og lög um búfjárhald í kaupstöðum og kauptúnum, nú lög um búfjárhald, forðagæslu o.fl.] til takmörkunar á búfjárhaldi, en samræmingu skortir og framkvæmd reglnanna er ekki alls staðar sem skyldi. Hér er því lagt til að eigendum stórgripa, þ.e. nautgripa og hrossa, verði gert skylt að hafa þá í vörslu allt árið en áfram verði í gildi ákvæði sem heimili sveitarstjórnarmönnum að takmarka eða banna lausagöngu annars búfjár.
    Er þá til þess að líta að tjón af völdum stórgripa í umferðinni eru mun alvarlegri en tjón af völdum annars búfjár og bann við lausagöngu hrossa er nú mun víðar í gildi, bæði á afréttum og heimalöndum, en bann við lausagöngu sauðfjár. Þykir nefndinni því tímabært að stíga það skref að banna alla lausagöngu stórgripa með lögum.“
    Þessar niðurstöður nefndarinnar og rökstuðningur eru enn í fullu gildi. Þó svo að fjölmargar sveitarstjórnir hafi á síðustu árum tekið á þessum málum og margar bannað lausagöngu hrossa eða stórgripa, sbr. fskj. II, tíðkast lausaganga enn á mörgum stöðum, jafnvel þar sem þjóðvegir með miklum umferðarþunga liggja eftir endilöngum sveitarfélögum.
    Á ákveðnum leiðum er það svo að sjaldan líður svo mánuður að ekki komi til óhappa sem tengjast lausagöngu stórgripa. Er í því sambandi óhjákvæmilegt að nefna Húnavatnssýslur og Skagafjörð en þar eru óhöpp af þessu tagi hvað tíðust.
    Skylt er að geta þess að mikið hefur verið gert undanfarin ár til að ráða bót á þessu ástandi. T.d. hefur lögreglan, bæði á Sauðárkróki og Blönduósi, lagt sig fram um að fá bændur og sveitarstjórnir til samstarfs um að taka á þessum málum.
    Ljóst er að í framhaldi af lagabreytingu af þessu tagi verða væntanlega breytingar á ábyrgð málsaðila ef umferðaróhöpp verða eftir sem áður vegna þess að stórgripir sleppa úr vörslu eða vörsluskylda er með öllu vanrækt. Reynir þá væntanlega á heimildir gildandi laga til að skipta tjóni, þ.e. lækka eða fella niður bætur ef sá sem fyrir tjóninu verður, í þessu tilviki eigandi stórgripsins eða gripanna, er meðvaldur að því af ásetningi eða gáleysi, sbr. 88. gr. umferðarlaga, nr. 50/1987. Með vísan til þessarar heimildar er niðurstaða flutningsmanna að leggja ekki til breytingar á umferðarlögum að svo stöddu. Meginregla 88. gr. um að sá sem ábyrgð ber á skráningarskyldu á vélknúnu ökutæki skuli bæta tjón sem hlýst af notkun þess mun að sjálfsögðu haldast. Aðeins í þeim tilvikum þegar vörsluskylda væri vanrækt eða henni gáleysislega sinnt er líklegt að heimild 3. mgr. sömu greinar umferðarlaga um að lækka eða fella niður bætur yrði virk. Einnig er rétt að hafa í huga að lagt er til að gefinn verði nokkur aðlögunartími fram að gildistöku laganna (1. september 2002) sem m.a. mætti nota til að meta hvort þörf væri á að breyta öðrum lagaákvæðum í kjölfar þess að Alþingi samþykkti almenna vörsluskyldu stórgripa. Núverandi staða er óviðunandi, bæði vegna þeirrar hættu á alvarlegum slysum sem lausaganga stórgripa skapar, en einnig vegna hins að staðan er mismunandi eftir sveitarfélögum. Það tekur einnig til mögulegrar meðábyrgðar eiganda gripanna á slysi þar sem lausaganga er bönnuð, sbr. t.d. dóm héraðsdóms Reykjavíkur frá í október 1993. Í kjölfar hans hefur þess aðeins orðið vart að lausagöngubann sé fellt úr gildi í sveitarfélögum þar sem búið var að koma því á. Er slíkt auðvitað óþolandi afturför.
    Loks er rétt að geta þess að í ákvæðum vegalaga er að finna það nýmæli í 56. gr. að lausaganga alls búfjár er bönnuð á vegsvæðum þar sem girt er beggja vegna vegar. Slíkt lausagöngubann á vegsvæðum sem þegar eru lokuð af með girðingum kemur þó engan veginn í stað vörsluskyldu stórgripa, óháð ástandi girðinga meðfram vegum, eins og hér er lagt til.
    Lagt er til að lögin öðlist gildi 1. september 2002 svo að eigendum stórgripa, sveitarstjórnum og öðrum málsaðilum gefist nokkur tími til aðlögunar að þeim.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Lagt er til að ótvíræð vörsluskylda verði lögð á eigendur stórgripa, þ.e. nautgripa og hrossa, og sérstaklega tekið fram að þeim, þ.e. eigendunum, beri að sjá til þess að slíkir gripir gangi ekki lausir á þjóðvegum eða við þá. Þessi vörsluskylda skal þó ekki hindra hagagöngu stórgripa utan girðinga þar sem þannig háttar til að fullvíst og tryggt má telja að af því geti ekki stafað hætta fyrir umferð. Hægt er að hugsa sér þær aðstæður að beitarlönd liggi þannig úr alfaraleið að ekki sé nein hætta á að gripirnir komist á þjóðvegi eða í umferð sem máli skiptir. Um slík tilvik skulu þá gilda sérstök ákvæði í samþykktum viðkomandi sveitarstjórna og um þau haft samráð við lögreglustjóra. Þá skal samþykki landbúnaðarráðherra koma til, en sveitarstjórnir hafa hins vegar, sbr. 5. gr. laganna, sjálfstæða heimild til að fyrirskipa vörslu. Ekki þykir rétt að á grundvelli hennar megi nýta hið undanþæga ákvæði um hagagöngu stórgripa utan girðinga án þess að samþykki landbúnaðarráðuneytis komi til.

Um 2. gr.


    Rétt þykir að gefa nokkuð rúman aðlögunartíma, bæði sveitarstjórnum og eigendum stórgripa sem kunna að þurfa að gera tilteknar ráðstafanir til að geta uppfyllt ákvæði frumvarpsins. Því er lagt til að lögin taki ekki gildi fyrr en 1. september 2002 og hafa eigendur stórgripa því tvö sumur til að uppfylla ákvæði um vörsluskyldu nautgripa og hrossa.



Fylgiskjal I.


Hugi Hreiðarsson:

Könnun á árekstrum við búfé á árunum 1994–1999.


Úrtakið nær til 30 lögregluembætta um land allt.



Árin 1994–1996.



1994
Kindur
1994
Hross
1995
Kindur
1995
Hross
1996
Kindur
1996
Hross
Keflavík
0 0 1 0 0 3
Grindavík
0 0 0 0 0 0
Hafnarfjörður
0 0 0 0 0 0
Reykjavík, Mosfellsbær
3 1 1 1 8 1
Kópavogur
1 0 0 0 1 0
Akranes
0 0 0 0 0 0
Borgarnes
27 2 20 5 23 2
Stykkishólmur
1 2 12 3 5 0
Ólafsvík
5 0 4 1 0 0
Grundarfjörður
7 0 1 0 7 0
Búðardalur
3 0 4 0 11 1
Patreksfjörður
4 0 1 0 0 0
Hólmavík
5 0 9 0 9 0
Ísafjörður
1 0 4 0 4 0
Blönduós
3 2 7 12 3 3
Sauðárkrókur
8 12 12 15 13 17
Akureyri
0 7 1 8 2 0
Ólafsfjörður
5 0 5 0 3 0
Siglufjörður
1 0 0 0 0 1
Húsavík
1 4 15 5 10 1
Egilsstaðir
3 0 4 0 8 0
Höfn
3 1 5 0 1 2
Seyðisfjörður
0 0 0 0 0 0
Vopnafjörður
4 0 2 0 9 1
Eskifjörður, Fáskrúðsfjörður
18 0 14 0 22 0
Neskaupstaður
0 1 0 0 0 0
Hvolsvöllur
0 4 0 3 1 3
Selfoss
4 0 14 1 12 0
Vík
3 1 8 2 5 1
Vestmannaeyjar
0 0 0 0 0 0
Samtals hver tegund
79 34 122 50 125 30
Samtals
113 172 155

*Athygli vekur að óhöppum fjölgar um 35% milli áranna 1994 og 1996.



    

    Árin 1997–1999.



1997
Kindur
1997
Hross
1998
Kindur
1998
Hross
1999
Kindur
1999
Hross
Keflavík
0 0 0 0 0 0
Grindavík
0 0 0 0 0 0
Hafnarfjörður
0 0 0 0 0 1
Reykjavík, Mosfellsbær
1 0 0 0 4 1
Kópavogur
0 0 1 0 6 0
Akranes
1 0 1 0 0 0
Borgarnes
27 1 27 6 39 1
Stykkishólmur
4 0 5 0 3 1
Ólafsvík
2 0 4 0 8 1
Grundarfjörður
4 1 4 1 4 0
Búðardalur
8 0 10 1 11 2
Patreksfjörður
3 0 7 0 13 1
Hólmavík
6 0 4 0 6 0
Ísafjörður
8 0 4 0 20 1
Blönduós
7 7 6 7 18 0
Sauðárkrókur
6 6 19 12 10 8
Akureyri
5 3 4 1 4 8
Ólafsfjörður
2 0 6 0 3 0
Siglufjörður
1 0 3 0 0 0
Húsavík
13 1 9 0 4 0
Egilsstaðir
4 0 5 0 5 0
Höfn
_ _ 10 1 5 2
Seyðisfjörður
0 0 0 0 3 0
Vopnafjörður
3 0 10 3 9 0
Eskifjörður, Fáskrúðsfjörður
9 1 9 1 11 0
Neskaupstaður
0 0 0 0 0 0
Hvolsvöllur
2 2 5 3 9 8
Selfoss
13 2 10 1 10 4
Vík
1 0 5 0 7 0
Vestmannaeyjar
0 0 0 0 0 0
Samtals hver tegund 130 24 168 37 212 39
Samtals á ári 154 205 251     

Fjöldi dýra 1994–1999: 1.150



Kindur, hrútar, lömb
921
Hestar, folöld
229
Alls
1.150
Fylgiskjal II.


Samþykktir sveitarfélaga um búfjárhald


og bann eða takmörkun á lausagöngu búfjár.


(Samantekt 27. janúar 1998.)



I.


Samþykktir um búfjárhald, sbr. 3. gr. laga um


búfjárhald nr. 46/1991, staðfestar af landbúnaðarráðuneytinu.


Samþykkt nr.
Vatnsleysustrandarhreppur
255/1992 22.06.92
Grundarfjörður/Eyrarsveit
262/1992 25.06.92
Hofshreppur
302/1992 12.08.92
Kópavogur
329/1992 26.08.92
Eskifjörður
337/1992 04.09.92
Patrekshreppur
427/1992 30.11.92
Hvolhreppur
035/1993 20.01.93
Höfn
125/1993 16.03.93
Bíldudalshreppur
446/1993 25.10.93
Stokkseyrarhreppur
477/1993 18.11.93
Húsavík
577/1993 23.12.93
Bessastaðahreppur
031/1994 14.01.94
Ólafsfjörður
173/1995 13.03.95
Dalvík
377/1995 27.06.95
Siglufjörður
657/1997 20.11.97


II.


Samþykktir um bann við lausagöngu búfjár


skv. 5. gr. laga um búfjárhald nr. 46/1991.


Auglýstar í Lögbirtingablaðinu.



Ölfushreppur, Árnessýslu          01.11.1991
     Bann við lausagöngu stórgripa.
Hörðudalshreppur, Dalasýslu         01.12.1991
     Bann við lausagöngu stórgripa.
Eyrarbakkahreppur, Árnessýslu          01.12.1991
     Bann við lausagöngu stórgripa.
Öxarfjarðarhreppur          03.12.1991           Bann við lausagöngu hrossa og nautgripa.
Eyjafjarðarsveit, Eyjafjarðarsýslu         01.01.1992
     Bann við lausagöngu búfjár á vegsvæðum þjóðbrauta og stofnbrauta. Frestað ótímabundið gildistöku á vegsvæði Sölvadalsvegar.
Hofshreppur, Skagafirði         20.01.1992
     Bann við lausagöngu hrossa og nautgripa á og við Siglufjarðarveg frá hreppamörkum Hólahrepps að bænum Vatni á Höfðaströnd.
Lýtingsstaðahreppur, Skagafirði          29.01.1992
     Bann við lausagöngu stórgripa með vegi 752 frá Krithóli að Jökulsárbrú.
Svalbarðsstrandarhreppur, N-Þing.         01.04.1992
     Bann við lausagöngu búfjár á vegsvæðum þjóðbrauta innan fjallagirðinga.
Barðastrandarhreppur, V-Barð.          01.05.1992
    Bann við lausagöngu hrossa.
Austur-Eyjafjallahreppur, Rangárvallasýslu         01.05.1992
     Bann við lausagöngu sauðfjár og nautgripa á þjóðvegi 1. Áfram í gildi bann við lausagöngu hrossa á þjóðvegum.
Breiðdalshreppur, S-Múl.          01.06.1992
     Bann við lausagöngu hrossa.
Suðurdalahreppur, Dalasýslu         01.07.1992
     Bann við lausagöngu stórgripa.
Hvammstangahreppur, V-Hún.          01.03.1993
     Bann við lausagöngu búfjár á vegum í hreppnum, þ.e. þjóðvegi nr. 72, Hvammstangavegi, þjóðvegi nr. 771, Vatnsnesvegi og innan fjárheldrar girðingar samkvæmt reglugerð um búfjárhald á Hvammstanga frá 10. nóvember 1981.
Vopnafjarðarhreppur, N-Múl.         01.06.1994
     Bann við lausagöngu hrossa. Frestað gildistöku til 1. október 1994.
Hólmavíkurhreppur, Strandasýslu          06.09.1995
     Bann við lausagöngu hrossa á tímabilinu 1. október til 30. apríl.
Skógarstrandarhreppur, Snæf.- og Hnappadalssýslu         10.10.1995
     Bann við lausagöngu hrossa á eftirtöldum jörðum: Narfeyri, Ytra- Leiti, Stóra-Langadal, Klettakoti, Haukabrekku, Klungurbrekku og Ósi
Dalabyggð, Dalasýslu.          05.01.1995
     Bann við lausagöngu stórgripa á vegsvæðum stofnbrauta og þjóðbrauta frá 1. júní 1995 og alla lausagöngu stórgripa 1. október 1996. Eigendum og umráða mönnum er skylt að hafa þá í vörslu allt árið innan gripheldrar girðingar. Bann við lausagöngu geita frá 1. janúar 1995.
Aðaldælahreppur, S-Þing.          04.07.1996     
     Bann við lausagöngu hrossa og nautgripa allt árið
Skeggjastaðahreppur, N-Múl.         26.02.1997
     Bann við lausagöngu hrossa og nautgripa. Skulu gripir vera í girðingum eða annarri öruggri vörslu.
Reykhólahreppur, V-Barð.          09.10.1997
     Bann við lausagöngu alls búfjár þ.m.t. hrossa og nautgripa í þeim hluta Reykhólahrepps sem er fyrrum Múlahreppur og hins vegar bann við lausagöngu nautgripa og hrossa í öðrum hlutum hreppsins.
Skorradalshreppur, Borgarfjarðarsýslu          26.11.1997     
     Bann við lausagöngu hrossa.

III.


Samþykktir um bann eða takmörkun á lausagöngu hrossa


skv. 38. gr. búfjárræktarlaga nr. 31/1973 (nú 5. gr. laga nr. 46/1991).


Auglýstar í Lögbirtingablaðinu.



                   Tók gildi
Leirár- og Melahreppur, Borgarfjarðarsýslu         31.05.1974
     Bann við lausagöngu hrossa.
    Bannið ítrekað með auglýsingu 14. október 1987.

Vallahreppur, S-Múl.         01.05.1983
     Bann við lausagöngu hrossa.
Borgarfjarðarhreppur, N-Múl.          31.07.1983
     Bann við lausagöngu hrossa í Borgarfirði og Njarðvík.
Grýtubakkahreppur, S-Þing.          24.10.1984
     Bann við lausagöngu hrossa á tímabilinu 15. október til 31. maí ár hvert.
Hraunhreppur, Mýrasýslu         01.01.1986
     Bann við lausagöngu hrossa.
Nesjahreppur, A-Skaft.          18.03.1986
     Bann við lausagöngu hrossa.
Skilmannahreppur, Borgarfjarðarsýslu         06.11.1986
     Bann við lausagöngu hrossa.
Hjaltastaðahreppur, S-Múl.          1986
     Samþ. í febrúar. Augl. í Lögbirtingablaði, mars – apríl. Bann við lausagöngu hrossa.
Innri-Akraneshreppur, Borgarfjarðarsýslu          14.01.1987
     Bann við lausagöngu hrossa.
Eyjahreppur, Snæfellsnessýslu          28.01.1987
     Bann við lausagöngu hrossa.
Reykholtshreppur, Borgarfjarðarsýslu          04.02.1987
     Bann við lausagöngu hrossa.
Andakílshreppur, Borgarfjarðarsýslu         01.01.1987
     Bann við lausagöngu hrossa.
Austur-Eyjafjallahreppur, Rangárvallasýslu         22.05.1987
     Bann við lausagöngu hrossa.
Vestur-Eyjafjallahreppur, Rangárvallasýslu          22.05.1987
     Bann við lausagöngu hrossa.
Ásahreppur, Rangárvallasýslu         22.05.1987
     Bann við lausagöngu hrossa.
Fljótshlíðarhreppur, Rangárvallasýslu         22.05.1987
     Bann við lausagöngu hrossa.
Hvolhreppur, Rangárvallasýslu.         22.05.1987
     Bann við lausagöngu hrossa.
Rangárvallahreppur, Rangárvallasýslu         22.05.1987
     Bann við lausagöngu hrossa.
Borgarneshreppur, Mýrasýslu         01.06.1987
     Bann við lausagöngu hrossa.
Norður-Ísafjarðarsýsla         26.06.1987
     Bann við lausagöngu hrossa í öllum hreppum.
Nauteyrarhreppur, tímabundið aflétt bann 1. apríl til 1. ágúst 1994
    á svæði sem liggur á milli Langadalsár í Langadal og sauðfjár- veikivarnargirðingar í Ísafirði         18.05.1994
Vestur-Ísafjarðarsýsla         01.07.1987
     Bann við lausagöngu hrossa í öllum hreppnum.
Reykhólahreppur, A-Barð.         18.12.1987
     Bann við lausagöngu hrossa.
Kjalarneshreppur, Kjósarsýslu         13.06.1988
     Bann við lausagöngu hrossa.
Svarfaðardalshreppur, Eyjafjarðarsýslu
     Bann við lausagöngu stórgripa 2. ágúst 1989 til 10. júní 1990.
Skarðshreppur, Skagafjarðarsýslu          01.02.1990
     Bann við lausagöngu hrossa. Bann við lausagöngu búfjár með vegum þar sem Vegagerðin hefur girt.
Hvalfjarðarstrandarhreppur, Borgarfjarðarsýslu          09.03.1990
     Bann við lausagöngu hrossa.
Kjósarhreppur, Kjósarsýslu          09.05.1990
     Bann við lausagöngu hrossa.
Mýrahreppur, A-Skaft.         01.07.1990
     Bann við lausagöngu hrossa og nautgripa.
Reykjahreppur, S-Þing         25.01.1991
    Bann við lausagöngu hrossa.
Kelduneshreppur, N-Þing.          08.02.1991
    Bann við lausagöngu hrossa og nautgripa.
Miklaholtshreppur, Hnappadalssýslu          01.05.1991
     Bann við lausagöngu nautgripa.
    Áfram í gildi bann við lausagöngu hrossa.


Eftirtalin sveitarfélög hafa aflétt
fyrra banni við lausagöngu búfjár.


Engihlíðarhreppur, A-Hún.          01.09.1992
     Bann við lausagöngu stórgripa á vegum í hreppnum, þjóðvegi 1, Norðurlandsvegi 74, Skagastrandarvegi 741, Neðribyggðarvegi og Mýrarvegi 742 að ristarhliði ofan Neðrimýrar.
     Banni aflétt 29.06.1994.
Torfalækjarhreppur, A-Hún.          16.04.1993
     Bann við lausagöngu stórgripa, þjóðvegur nr. 1, Svínvetninga- braut nr. 731, Reykjabraut nr. 724, frá þjóðvegi nr. 1 um Orrastaðaflóa að Fremri Laxárbrú og Miðásavegi nr. 725, frá þjóðvegi nr. 1 að brú á Torfalæk við Meðalheim.
     Banni aflétt 13.08.1996.
Djúpárhreppur, Rangárvallasýslu          22.05.1987
     Bann við lausagöngu hrossa.
    Banni aflétt 18.03.1994.
Stafholtstungnahreppur, Mýrasýslu          01.10.1987
     Bann við lausagöngu hrossa.
     Banni aflétt 18.04.1994.
Fáskrúðsfjarðarhreppur, S-Múl.
    Banni aflétt 20.05.1994.


IV.
Eldri samþykktir/reglugerðir sveitarfélaga um búfjárhald í
kaupstöðum og kauptúnum sem staðfestar voru af
félagsmálaráðuneytinu samkvæmt lögum nr. 44/1964.


Neskaupstaður
Reglugerð nr. 065/1966
Vestmannaeyjar
Samþykkt nr. 238/1974
Hveragerði
Reglugerð nr. 310/1975
Stykkishólmur
Reglugerð nr. 258/1979
Borgarnes
Reglugerð nr. 509/1979
Sauðárkrókur
Reglugerð nr. 581/1981
Hvammstangi
Reglugerð nr. 675/1981
Þingeyrarhreppur
Reglugerð nr. 240/1982
Bolungarvík
Reglugerð nr. 474/1982
Hafnarfjörður
Reglugerð nr. 596/1982
Reyðarfjörður
Reglugerð nr. 037/1983
Höfðahreppur
Reglugerð nr. 730/1983
Garðabær
Reglugerð nr. 498/1983
Ísafjörður
Reglugerð nr. 349/1984
Akranes
Reglugerð nr. 473/1984
Eyrarbakki
Reglugerð nr. 425/1985
Reykjavík
Samþykkt nr. 461/1986
Þorlákshöfn
Reglugerð nr. 035/1988
Mosfellsbær
Samþykkt nr. 276/1988
Neshreppur utan ennis
Samþykkt nr. 217/1989
Búðahreppur
Samþykkt nr. 455/1989
Akureyri
Samþykkt nr. 129/1990
Ólafsvík
Samþykkt nr. 343/1990
Súðavíkurhreppur
Samþykkt nr. 379/1990
Selfoss
Lögreglusamþykkt frá 5. sept. 1989 þar sem fram kemur bann við lausagöngu búfjár.
Fylgiskjal III.


Skýrsla nefndar um búfé á vegsvæðum.


(Desember 1989.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
















































Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.