Ferill 81. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 354  —  81. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á Norðurlandasamningum um alþjóðleg einkamálaréttarákvæði um hjúskap, ættleiðingu og lögráð og um innheimtu meðlaga.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Benedikt Bogason frá dómsmálaráðuneyti. Umsagnir bárust frá Barnaverndarstofu og dómstólaráði.
    Með frumvarpinu er lagt til að heimilt verði að fullgilda fyrir Íslands hönd breytingar á tveimur Norðurlandasamningum, annars vegar samkomulag um breytingar á samningi um alþjóðleg einkamálaréttarákvæði um hjúskap, ættleiðingu og lögráð og hins vegar samkomulag um breytingu á samningi um innheimtu meðlaga. Jafnframt er lagt til að samningarnir fái lagagildi hér á landi þegar þeir öðlast gildi gagnvart Íslandi.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.

Alþingi, 24. nóv. 2000.



Þorgerður K. Gunnarsdóttir,


form., frsm.


Ásta Möller.


Guðrún Ögmundsdóttir.



Katrín Fjeldsted.


Lúðvík Bergvinsson.


Ólafur Örn Haraldsson.