Ferill 200. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 383  —  200. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um vatnsveitur sveitarfélaga, nr. 81/1991, með síðari breytingum .

(Eftir 2. umr., 29. nóv.)



1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
     a.      1. mgr. orðast svo:
                  Sveitarstjórn er heimilt að heimta vatnsgjald af öllum fasteignum er vatnsins geta notið og skal við það miðað að gjaldið ásamt öðrum tekjum standi straum af stofnkostnaði og rekstri vatnsveitu. Stofn til álagningar vatnsgjalds á allar fasteignir skal vera fasteignamat þeirra.
     b.      Í stað orðanna „hver verður líklegur álagningarstofn“ í 2. mgr. kemur: hvert verður líklegt fasteignamat.
     c.      Í stað orðanna „0,3 hundraðshlutum af álagningarstofni“ í 4. mgr. kemur: 0,5 hundraðshlutum af fasteignamati.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2001.