Ferill 317. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 392  —  317. mál.
Frumvarp til lagaum breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999.

(Lagt fyrir Alþingi á 126. löggjafarþingi 2000–2001.)1. gr.

    Í stað fjárhæðarinnar „4.065 kr.“ í 2. málsl. 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: 4.578 kr.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2001.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra hefur ekki breyst frá því 1. janúar 1997 en þá var það hækkað með lögum nr. 140/1996, um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1997. Úr Framkvæmdasjóði aldraðra eru m.a. veittir styrkir til bygginga þjónustumiðstöðva, dagvista og stofnana fyrir aldraða. Vegna hækkunar byggingarkostnaðar að undanförnu er við útreikning miðað við hækkun vísitölu byggingarkostnaðar frá árinu 1997. Á höfuðborgarsvæðinu bíða um 560 manns eftir vistrými, þar af eru um 230 manns í mjög brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými samkvæmt vistunarskrá sem byggð er á vistunarmati aldraðra. Brýnt er að hækka gjaldið svo að hægt verði að hraða uppbyggingu á þeim svæðum þar sem þörfin er mest.


Fylgiskjal.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum
um málefni aldraðra, nr. 125/1999.

    Með frumvarpinu er lagt til að sérstakt gjald sem skattstjórar leggja á þá sem skattskyldir eru skv. 1. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, og renna skal í Framkvæmdasjóð aldraðra skuli nema 4.578 kr. á hvern gjaldanda í stað 4.065 kr. í gildandi lögum. Ef miðað er við 148.000 gjaldendur á árinu 2001 hækka ríkistekjur um 76 m.kr. sem renna til Framkvæmdasjóðs aldraðra verði frumvarpið að lögum.