Ferill 156. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 417  —  156. mál.




Breytingartillögur



við frv. til fjáraukalaga fyrir árið 2000.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar (JónK, EOK, ArnbS, ÁJ, HjálmJ, ÍGP, KPál).



     1.      Við 4. gr. Nýr liður:
        Liður 8.12 í lögunum orðast svo: Að greiða Varasjóði viðbótarlána framlag til innlausnar íbúða í félagslega íbúðakerfinu.
     2.      Við 4. gr. Nýr liður:
        8.19    Að greiða 700 m.kr. aukaframlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem verði ráðstafað til þjónustuframlaga til sveitarfélaga á grundvelli 12. gr. reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 44/1999, og til sveitarfélaga þar sem íbúafækkun hefur orðið. Félagsmálaráðherra setur nánari reglur um úthlutunina í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.