Ferill 176. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 452  —  176. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um Námsmatsstofnun.

Frá menntamálanefnd.



     1.      Við 2. gr. Við bætist ný málsgrein er orðist svo:
                  Menntamálaráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari fyrirmæli um verkefni stofnunarinnar.
     2.      Við 3. gr. Greinin orðist svo:
                  Forstöðumaður Námsmatsstofnunar er skipaður af menntamálaráðherra til fimm ára að fenginni umsögn stjórnar stofnunarinnar. Hann skal hafa lokið meistaraprófi eða hafa jafngilda þekkingu og reynslu og skal jafnframt hafa sýnt þann árangur í starfi að hann njóti viðurkenningar á starfssviði sínu. Forstöðumaðurinn annast yfirstjórn stofnunarinnar og daglegan rekstur, ber ábyrgð á fjárreiðum hennar og ræður aðra starfsmenn. Forstöðumaðurinn kemur fram fyrir hönd stofnunarinnar út á við.
     3.      Við 6. gr. Greinin falli brott.