Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 463  —  1. mál.
Breytingartillögurvið frv. til fjárlaga fyrir árið 2001.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar (JónK, EOK, ArnbS, ÁJ, HjálmJ, ÍGP, KPál).    1.     Við 7. gr. Liðir 2.2, 2.13 og 2.25 falli brott.
    2.     Við 7. gr. Liður 2.11 orðist svo:
         Að kaupa húsnæði fyrir lögregluna á Ólafsfirði og taka til þess nauðsynleg lán.
    3.     Við 7. gr. Liður 2.30 orðist svo:
         Að selja skrifstofuhúsnæði á Ólafsfjarðarflugvelli.
    4.     Við 7. gr. Nýir liðir:
        2.35    Að selja húsnæði lögreglunnar að Ólafsbraut 34, Ólafsvík, og kaupa annað hentugra.
         2.36    Að selja fasteignina Bjarkargötu 6, Reykjavík, og verja andvirðinu til Háskóla Íslands.
         2.37    Að selja íbúðarhús á jörðinni Bjarnarnesi I, Hornafirði, Austur-Skaftafellssýslu.
         2.38    Að selja íbúðarhúsið á jörðinni Vattarnesi, Fáskrúðsfjarðarhreppi, Suður-Múlasýslu.
    5.     Við 7. gr. Liður 3.2 orðist svo:
         Að selja eignarhluta ríkissjóðs í læknisbústöðum að Urðargötu 17 og Mýrum 11, Patreksfirði, og kaupa annað hentugra húsnæði.
    6.     Við 7. gr. Liður 3.11 orðist svo:
         Að selja íbúðarblokk við Kópavogsbraut, sem nú er nýtt fyrir fatlaða, ásamt landspildum í nágrenni hennar.
    7.     Við 7. gr. Nýr liður:
         3.15    Að selja hluta af eign ríkissjóðs í Bjarnarbraut 8, Borgarnesi.
    8.     Við 7. gr. Liður 4.41 falli brott.
    9.     Við 7. gr. Nýir liðir:
         4.46    Að selja jörðina Randversstaði, Breiðdalshreppi, Suður-Múlasýslu.
         4.47    Að selja jörðina Reykjakot II, Ölfusi, Árnessýslu.
         4.48    Að selja eignarhluta Skógræktar ríkisins í jörðinni Straumi í Hafnarfirði.
         4.49    Að selja eignarhluta Skógræktar ríkisins í jörðinni Hvítsstöðum.
         4.50    Að selja jörðina Reyki í Hjaltadal, Skagafirði, Skagafjarðarsýslu.
         4.51    Að selja hluta af jörðinni Skinnastöðum, Torfalækjarhreppi, Austur-Húnavatnssýslu.
         4.52    Að selja hluta af jörðinni Bjalla, Holta- og Landsveit, Rangárvallasýslu.
         4.53    Að selja hluta af jörðinni Efra-Seli, Holta- og Landsveit, Rangárvallasýslu.
         4.54    Að selja hluta af jörðinni Neðra-Seli, Holta- og Landsveit, Rangárvallasýslu.
         4.55    Að selja eignarhluta ríkisins í jörðinni Vestra-Stokkseyrarseli, Árborg, Árnessýslu.
         4.56    Að selja land ríkissjóðs innan þéttbýlismarka í Grundarfirði.
        4.57    Að selja jörðina Bjarnarnes I, Hornafirði, Austur-Skaftafellssýslu.

         4.58    Að selja jörðina Ás, Hornafirði, Austur Skaftafellssýslu.
    10.     Við 7. gr. Nýr liður:
         6.4    Að afhenda Félagsstofnun stúdenta eignina Efri-Hlíð (Norðurmýrarblett 35) til afnota fyrir barnaheimili fyrir börn stúdenta við Háskóla Íslands.
    11.     Við 7. gr. Liður 7.11 orðist svo:
         Að kaupa sumarbústaði í þjóðgarðinum á Þingvöllum og jarðir í næsta nágrenni hans og taka til þess nauðsynleg lán.
    12.     Við 7. gr. Nýir liðir:
         7.25    Að kaupa eða leigja hentugt húsnæði fyrir landlæknisembættið.
         7.26    Að kaupa eða leigja hentugt húsnæði fyrir heilsugæslusel á Reyðarfirði.
         7.27    Að kaupa húsnæði fyrir Svæðisvinnumiðlun Austurlands.
         7.28    Að leigja eða kaupa hentugt húsnæði fyrir Hollustuvernd ríkisins.
         7.29    Að kaupa viðbótarhúsnæði til nota fyrir embætti sýslumannsins í Búðardal og taka til þess nauðsynleg lán.
    13.     Við 7. gr. Nýir liðir:
         8.16    Að veita meðeiganda ríkissjóðs að mannvirkjum á ríkisjörðinni Gufudal í Ölfusi heimild til að veðsetja hluta af henni fyrir láni allt að 3,5 m.kr.
         8.17    Að greiða 700 m.kr. aukaframlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Félagsmálaráðherra setur nánari reglur um úthlutunina í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.
         8.18    Að heimila, með samþykki heilbrigðisráðherra, þátttöku ríkissjóðs í hlutafélagi til þróunar öndunarhreyfingamælis.
         8.19    Að ganga til samninga við Reykjavíkurborg og aðra aðila um byggingu og rekstur tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík og greiða nauðsynlegan kostnað við samningsgerðina.
        8.20    Að gera bráðabirgðasamkomulag við Vesturbyggð um fjárhagslega fyrirgreiðslu í tengslum við fyrirhuguð kaup ríkisins á eignarhluta sveitarfélagsins í Orkubúi Vestfjarða.
        8.21     Að semja, með þátttöku samgönguráðherra, við hafnarsjóð Seyðisfjarðar og Smyril Line um þátttöku ríkissjóðs í kostnaði og önnur atriði vegna nýrrar ferjuhafnar á Seyðisfirði.
         8.22     Að semja við Samband íslenskra sveitarfélaga, sbr. IX. ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 44/1998, um húsnæðismál, um framlög aðila til stofnstyrkja vegna bygginga eða kaupa á leiguíbúðum, sbr. tillögur nefndar um leigumarkað og leiguíbúðir.