Ferill 90. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 491  —  90. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á l. nr. 121/1994, um neytendalán.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.     1.      Við 1. gr.
                  a.      Í stað orðanna „sbr. lög nr. 123/1993“ komi: sbr. lög um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði.
                  b.      C-liður falli brott.
                  c.      D-liður orðist svo: F-, g- og h-liður falla brott.
     2.      Við bætist ný grein sem verði 2. gr., svohljóðandi:
              3. gr. laganna orðast svo:
             Í samningi um yfirdráttarheimild af tékkareikningi svo og sambærilegum lánssamningi með breytilegum höfuðstól skulu neytanda í upphafi slíkra viðskipta veittar upplýsingar um:
            a.      Hvaða takmörk eru á lánsupphæðinni sé um slíkt að ræða.
            b.      Hverjir vextir eru og hvaða gjöld falli á lánið frá þeim tíma er gengið er frá samningnum, svo og við hvaða skilyrði megi breyta þeim.
            c.      Með hvaða hætti samningi skuli sagt upp.
            d.      Hvort breytingar geti orðið á vöxtum eða umsömdum gjöldum á samningstímanum. Í þeim tilvikum skal neytandi upplýstur um það með hvaða hætti breytingar verða tilkynntar honum. Slíkt má gera með því að vekja sérstaklega athygli á breytingunum í reikningsyfirliti, með auglýsingum í fjölmiðlum eða á annan sambærilegan hátt.
            e.      Árlega hlutfallstölu kostnaðar, sbr. 10. 12. gr., við mismunandi notkun á heimildinni. Árlega skal senda neytanda almennar upplýsingar með dæmum um útreikning kostnaðar samkvæmt þessum lið. Þrátt fyrir ákvæði 5. gr. er heimilt að munnlegri beiðni neytanda að breyta yfirdráttarheimild á tékkareikningi.
             Heimilt er að kveða nánar á um framkvæmd upplýsingaskyldu samkvæmt þessari grein í reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 13. gr.
     3.      Við 3. gr. sem verði 4. gr. Orðin „nr. 2/1993“ falli brott.