Ferill 317. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 523  —  317. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um málefni aldraðra, nr. 125/1999.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur, Jóhönnu Sigurðardóttur og Bryndísi Hlöðversdóttur.



     1.      Við 1. gr. Greinin orðist svo:
                  Við 4. tölul. 2. mgr. 9. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Óheimilt er að nýta meira en 25% af því fé sem í sjóðinn rennur til rekstrar.
     2.      Á eftir 1. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  1. málsl. 2. mgr. 10. gr. laganna orðast svo: Undanþegin gjaldinu eru börn innan 16 ára aldurs, þeir sem eru 70 ára og eldri í lok tekjuárs og örorkulífeyrisþegar.