Ferill 359. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 545  —  359. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um tekjur sveitarfélaga af fasteignagjöldum.

Frá Einari K. Guðfinnssyni.



     1.      Hverjar hafa verið árlegar heildartekjur sveitarfélaga af fasteignagjöldum árin 1995– 2000 miðað við núgildandi verðlag?
     2.      Hverjar hafa verið árlegar heildartekjur fimm stærstu sveitarfélaganna af fasteignagjöldum árin 1995–2000, sundurliðað eftir sveitarfélögum, og hverjar eru áætlaðar tekjur þeirra af fasteignagjöldum árið 2001? Svar óskast birt á núgildandi verðlagi.
     3.      Hverjar hafa verið árlegar tekjur fimm stærstu sveitarfélaganna á íbúa af fasteignagjöldum árin 1995–2000 miðað við núgildandi verðlag?


Skriflegt svar óskast.