Ferill 365. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 568  —  365. mál.
Fyrirspurntil heilbrigðisráðherra um Framkvæmdasjóð aldraðra.

Frá Ástu Möller.     1.      Hver er heildarfjárhæð sem runnið hefur til Framkvæmdasjóðs aldraðra árin 1990–2000, sbr. 10. gr. laga um málefni aldraðra, nr. 125/1999?
     2.      Hvernig hefur fjármunum sjóðsins verið varið árin 1990–2000, skipt í samræmi við 1.–6. tölul. 9. gr. sömu laga og verkefnum hvers liðar?
     3.      Hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar við ákvörðun um úthlutun fjármunanna?
     4.      Hverjir hafa átt sæti í stjórn sjóðsins frá 1990?


Skriflegt svar óskast.