Ferill 366. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 570  —  366. mál.
Frumvarp til lagaum breytingu á lögum nr. 57 3. júní 1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum.

Frá sjávarútvegsnefnd.1. gr.

     Við lokamálslið 2. mgr. 13. gr. laganna (1. gr. nýsamþykktra laga) bætist: eða áttundu veiðiferð.
    

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.


Greinargerð.


    Í frumvarpi sjávarútvegsráðherra til breytinga á lögum nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum, 119. máli, þskj. 119, var lagt til að lokamálsliður efnismálsgreinar 1. gr. væri svohljóðandi: „Verði eftirlitsmaður áfram um borð í skipinu skal útgerð skipsins greiða allan kostnað, þar með talinn launakostnað, af veru hans um borð frá og með áttunda degi.“ Eftir umfjöllun sjávarútvegsnefndar um frumvarpið samþykkti nefndin eftirfarandi breytingu á lokamálslið efnismálsgreinar 1. gr., sbr. þskj. 514: „Hafi veiðieftirlitsmaður á sama fiskveiðiári verið fleiri en sjö daga eða sjö veiðiferðir um borð í veiðiskipi samkvæmt þessari grein skal útgerð skipsins greiða allan kostnað, þar með talinn launakostnað, af veru hans um borð frá og með áttunda degi.“ Með þessari breytingu var frumvarpið samþykkt við 3. umræðu 14. desember 2000. Við framangreinda breytingu nefndarinnar á lokamálslið efnismálsgreinar 1. gr. láðist hins vegar að bæta við málsliðinn orðunum „eða áttundu veiðiferð“. Með frumvarpinu er bætt úr þessum annmarka.