Ferill 347. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 575  —  347. mál.
Frumvarp til lagaum breytingu á lögum nr. 12/1997, um atvinnuleysistryggingar.

(Eftir 2. umr., 15. des.)1. gr.

    Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Á árunum 2001–2003 skal verja ákveðinni fjárhæð úr Atvinnuleysistryggingasjóði í samræmi við fjárlög hvers árs til átaks í fræðslumálum ófaglærðra samkvæmt samkomulagi milli Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins annars vegar og Verkamannasambands Íslands og Landssambands iðnverkafólks, sem nú mynda Starfsgreinasamband Íslands, hins vegar.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.