Ferill 343. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 578  —  343. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ólaf Pál Gunnarsson frá fjármálaráðuneyti.
    Með frumvarpinu er felld brott sérregla um reiknað endurgjald í lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda þess efnis að viðmiðunartekjur þeirra sem stunda landbúnað skuli miðaðar við vinnuþátt í verðlagsgrundvelli landbúnaðarafurða að frádregnum einum þriðja, þó að teknu tilliti til aðstæðna hverju sinni, svo sem þess hvort bændur nái heildartekjum grundvallarbúsins vegna þróunar afurðaverðs eða annarra atriða er máli skipta að mati ríkisskattstjóra. Þar sem verðlagsgrundvöllur landbúnaðarafurða er ekki lengur til er reglan úrelt og eðlilegt að hún verði felld brott úr lögum. Nefndin bendir á að eftir stendur að skv. 3. málsl. 4. mgr. 6. gr. laganna mun ríkisskattstjóri eftir sem áður hafa hliðsjón af gildandi kjarasamningum og raunverulegum tekjum í viðkomandi starfsgrein við setningu árlegra viðmiðunarreglna um reiknað endurgjald. Þannig koma sömu reglur til með að gilda um bændur og aðrar starfsstéttir.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Kristinn H. Gunnarsson og Gunnar Birgisson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 14. des. 2000.Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Jóhanna Sigurðardóttir.


Einar K. Guðfinnsson.Margrét Frímannsdóttir.


Sigríður A. Þórðardóttir.


Ögmundur Jónasson.Hjálmar Árnason.