Ferill 233. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 582  —  233. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á l. nr. 13/1996, um verðbréfaviðskipti, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, EKG, KHG, SAÞ, HjÁ).     1.      Við 1. gr. Greinin orðist svo:
             Inngangsmálsliður 2. mgr. 1. gr. laganna orðast svo: Lög þessi, að undanskildum ákvæðum V. kafla um meðferð trúnaðarupplýsinga, viðskipti innherja og markaðsmisnotkun og VI. kafla um samningsbundið uppgjör afleiðusamninga, taka ekki til.
     2.      Við 6. gr.
                  a.      Við d-lið (28. gr.) bætist ný málsgrein, 3. mgr., svohljóðandi:
                     Seðlabanki Íslands getur sett nánari reglur um fyrsta söludag einstakra almennra útboða í því skyni að draga úr sveiflum í framboði nýrra verðbréfa á verðbréfamarkaðinum.
                  b.      Við 1. tölul. e-liðar (29. gr.) bætist nýr stafliður, b-liður, svohljóðandi: Hlutabréf eða samvinnuhlutabréf eru einungis boðin eigendum í félagi enda séu þeir færri en 50 og hlutafé eða stofnsjóður B-deildar samvinnufélags lægri en 50 milljónir króna.
     3.      Við 7. gr.
                  a.      A-liður (30. gr.) orðist svo:
                     Ákvæði þessa kafla taka til viðskipta með verðbréf sem skráð hafa verið eða óskað hefur verið eftir að verði skráð á skipulegum verðbréfamarkaði skv. 13. tölul. 2. gr.
                  b.      1. tölul. 1. mgr. b-liðar (31. gr.) orðist svo: nýta trúnaðarupplýsingar, beint eða óbeint, til öflunar eða ráðstöfunar verðbréfa.
                  c.      C-liður (32. gr.) orðist svo:
                     Fruminnherjar skulu ganga úr skugga um það áður en þeir eiga viðskipti með verðbréf félags, sem þeir eru fruminnherjar í, að ekki liggi fyrir trúnaðarupplýsingar innan félagsins.
                  d.      Í stað orðanna „hver beri ábyrgð innan félagsins á“ í síðari málslið 1. mgr. h-liðar (37. gr.) komi: hver hafi eftirlit með því innan félagsins.
                  e.      2. mgr. h-liðar (37. gr.) orðist svo:
                     Stjórn viðkomandi félags skal setja sér reglur skv. 1. mgr. og senda þær Fjármálaeftirlitinu og kauphöll eða skipulegum tilboðsmarkaði þar sem verðbréf félagsins eru skráð eða óskað hefur verið skráningar þeirra. Reglurnar skulu staðfestar af Fjármálaeftirlitinu.
Prentað upp.