Ferill 373. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 590  —  373. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um framkvæmdir tengdar Reykjanesbraut.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur og Steingrími J. Sigfússyni .



     1.      Á hvaða stigi er undirbúningur framkvæmda við Reykjanesbraut og hvenær má vænta að einstakir verkáfangar verði boðnir út og framkvæmdum ljúki?
     2.      Hefur verið athugað að grípa til bráðabirgðaaðgerða, svo sem uppsetningar vegriða, til að auka öryggi á hættulegum vegarköflum þar til tvöföldun er lokið?
     3.      Hvað líður athugun á rafbraut frá höfuðborgarsvæðinu til Keflavíkur?





























Prentað upp á ný.