Ferill 283. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 601  —  283. mál.
Frumvarp til lagaum breytingu á lögum nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 16. des.)1. gr.

    2. mgr. B-liðar 4. gr. laganna orðast svo:
    Kílómetragjald ökutækja skv. 1. mgr. þessa stafliðar skal vera sem hér segir:     
Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg Kílómetragjald,
kr.
Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg Kílómetragjald,
kr.
4.000–4.999 6,40 18.000–18.999 15,38
5.000–5.999 6,80 19.000–19.999 16,56
6.000–6.999 7,35 20.000–20.999 17,44
7.000–7.999 7,72 21.000–21.999 18,45
8.000–8.999 8,06 22.000–22.999 19,61
9.000–9.999 8,42 23.000–23.999 20,55
10.000–10.999 8,94 24.000–24.999 21,47
11.000–11.999 9,27 25.000–25.999 22,52
12.000–12.999 10,08 26.000–26.999 23,52
13.000–13.999 10,80 27.000–27.999 24,57
14.000–14.999 11,64 28.000–28.999 25,61
15.000–15.999 12,53 29.000–29.999 26,66
16.000–16.999 13,53 30.000–30.999 27,70
17.000–17.999 14,51 31.000 og yfir 28,75

2. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
    Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 5. gr. eru bifreiðar, sem nota í tilraunaskyni annan orkugjafa en bensín, dísilolíu eða annað eldsneyti unnið úr olíu, undanþegnar greiðslu þungaskatts frá gildistöku laga þessara til 31. desember 2002.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi að undanskilinni 1. gr. laganna sem öðlast gildi 11. febrúar 2001.

Ákvæði til bráðabirgða.


    Ný gjaldskrá B-liðar 4. gr. laganna tekur gildi 11. febrúar 2001. Nýja gjaldið fyrir hvern ekinn kílómetra tekur gildi strax að loknu fyrsta álestrartímabili sem er frá 20. janúar til 10. febrúar 2001, sbr. 2. mgr. B-liðar 7. gr. laganna. Sé ekki komið með ökutæki til álestrar á réttum tíma skal reikna út meðaltal ekinna kílómetra á dag á tímabilinu milli álestra. Þá skal hið nýja gjald innheimt eftir meðaltalsakstri eftir lok fyrrgreinds álestrartímabils.