Ferill 402. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 654  —  402. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um íslenska búninga.

Frá Rannveigu Guðmundsdóttur.



     1.      Hefur þjóðbúningaráð sem Alþingi ályktaði að koma á fót, sbr. þingsályktun 10. mars 1999 verið skipað?
     2.      Er fyrirhugað að stofna leiðbeiningarþjónustu í sambandi við notkun og gerð íslenskra búninga, sbr. sömu þingsályktun?
     3.      Hvaða áform eru um stuðning við gerð íslenskra búninga?
     4.      Er fyrirhugað að standa fyrir kynningum á íslenskum búningum í skólum og á öðrum vettvangi? Ef svo er, á hvers vegum verða kynningarnar?
     5.      Hvernig er fyrirhugað að tryggja að fagleg þekking við gerð íslenskra búninga viðhaldist hjá klæðskerum, kjólameisturum og í handverksiðnum? Eru uppi áform um stuðning í þessum efnum, til dæmis við handverk sem tengist íslenskum búningum, svo sem prjón, skúfagerð, orkeringu, knipl, balderingu og silfursmíði?
     6.      Er fyrirhugað að veita vestur-íslenskum áhugamönnum aðstoð og leiðbeiningu um gerð íslenskra búninga?
     7.      Er fyrirhugað að skrá alla íslenska búninga sem til eru á byggðasöfnum landsins?
     8.      Er fyrirhugað að styðja námskeiðahald í tengslum við íslenska búninga í öðrum byggðarlögum landsins en á suðvesturhorninu, svo sem með því að greiða ferðakostnað kennara og leiðbeinenda?


Skriflegt svar óskast.