Ferill 420. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 681  —  420. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um kostnað við að skýra hæstaréttardóma.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hver var heildarkostnaður ríkissjóðs við:
                  a.      störf lögfræðinganefndar sem skipuð var í kjölfar öryrkjadómsins í desember sl.,
                  b.      sérfræðiaðstoð við að meta dóm Hæstaréttar frá desember 1998 um stjórn fiskveiða og gera breytingar á þágildandi lögum í tilefni dómsins?
     2.      Hvernig skiptust launin og hve mikið kom í hlut hvers:
                  a.      annars vegar milli nefndarmanna og hins vegar milli starfsmanna nefndarinnar um öryrkjadóminn,
                  b.      fyrir sérfræðiaðstoð við að meta dóm Hæstaréttar um stjórn fiskveiða?
     3.      Hver var heildarfjöldi vinnustunda við:
                  a.      nefndarstarfið út af öryrkjadóminum, annars vegar hjá nefndarmönnum og hins vegar hjá starfsmönnum nefndarinnar, og hve marga fundi hélt nefndin,
                  b.      sérfræðiaðstoð við að meta dóm Hæstaréttar um stjórn fiskveiða?
     4.      Hver tók ákvörðun um fjárhæð greiðslna skv. 2. lið? Hvaða reglur gilda almennt um greiðslur fyrir nefndarstörf á vegum ráðuneyta fyrir:
                  a.      nefndarmenn eða sérfræðinga innan ráðuneyta,
                  b.      sérfræðinga utan ráðuneyta?


Skriflegt svar óskast.