Ferill 423. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 684  —  423. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um Fiskistofu.

Frá Guðjóni A. Kristjánssyni.



     1.      Hverjar voru tekjur og gjöld Fiskistofu á árunum 1993–2000, sundurliðað eftir árum og helstu tekju- og gjaldaliðum stofunnar á verðlagi ársins 2000?
     2.      Hver var fjöldi stöðugilda og starfsmanna hjá Fiskistofu á árunum 1993–2000, sundurliðað eftir árum og helstu starfsheitum, svo sem stjórnendum, veiðieftirlitsmönnum og öðrum eftirlitsmönnum?
     3.      Hver er fjöldi kærumála sem Fiskistofa beitti sér fyrir á árunum 1993–2000, sundurliðað eftir árum og efni kærumála? Einnig er óskað eftir upplýsingum um fjölda mála sem leitt hafa til viðurlaga.


Skriflegt svar óskast.