Ferill 424. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 685  —  424. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um Hafrannsóknastofnunina.

Frá Guðjóni A. Kristjánssyni.



     1.      Hverjar voru tekjur og gjöld Hafrannsóknastofnunarinnar á árunum 1990–2000, sundurliðað eftir árum og helstu tekju- og gjaldaliðum á verðlagi ársins 2000?
     2.      Hver var fjöldi stöðugilda og starfsmanna hjá Hafrannsóknastofnuninni á árunum 1990– 2000, sundurliðað eftir árum og helstu starfsheitum, svo sem stjórnendum, sérfræðingum, starfsmönnum á hafrannsóknaskipum og rannsóknarmönnum?
     3.      Hvernig verður rannsóknaskipið Árni Friðriksson RE-200 notað á árinu 2001?
     4.      Hvers vegna hefur ráðgjafarnefnd Hafrannsóknastofnunarinnar, sem skipuð er af sjávarútvegsráðherra og starfar skv. 15. gr. laga nr. 64/1965, ekki verið kölluð saman undanfarin ár? Hefur verið skipað í nefndina á undanförnum árum?


Skriflegt svar óskast.